fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Einn skemmdi lögreglubifreið í Austurstræti – annar reyndi að stofna til slagsmála í Álfheimum

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 3. júní 2018 07:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt þar sem helst stóð upp úr mikill fjöldi ökumanna sem staðinn var að akstri undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

Rétt fyrir klukkan fimm í morgun var maður handtekinn í Austurstræti. Sá hafði ekki farið að fyrirmælum lögreglu og er grunaður um eignaspjöll, skemmdi maðurinn lögreglubifreið, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Maðurinn var vistaður í fangageymslu.

Þá handtók lögregla mann í annarlegu ástandi við Álfheima um miðnætti þar sem hann var að stofna til slagsmála. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu vegna ástands síns.

Eins og að framan greinir hafði lögregla afskipti af fjölmörgum ökumönnum sem ýmist eru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna, minnst tíu talsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar