fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Hófleg bjartsýni fyrir þátttöku Íslands í Eurovision á næsta ári

Tómas Valgeirsson
Miðvikudaginn 30. maí 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæplega 26.000 manns hafa skrifað undir mótmæli á þátttöku Íslands í Eurovision á næsta ári. Ástæðan er að keppnin verður haldin í Ísrael og telja þeir sem skrifa undir áskorunina að það sé ekki siðferðislega verjandi að taka þátt á meðan Ísrael fremur mannréttindabrot.

Raphael Schutz, sendiherra Ísraels, hefur áhyggjur sínar af þeim hörðu viðbrögðum sem sigur landsins í Eurovision hefur vakið hér á landi og óttast að fleiri lönd geri hið sama. Schutz hitti forsvarsmenn RÚV á dögunum með þeim tilgangi að ræða mótmælin og framhaldið.

Jóhann Hlíðar Harðarson, fréttamaður RÚV, fullyrðir í samtali við The Jerusalem Post að tæplega 26 þúsund undirskriftir sé há tala miðað við fjölda íbúa á Íslandi. „Ekkert hefur verið ákveðið enn,“ segir hann. „Ég efa að Ísland ákveði neitt eitt og sér. Þetta verður að öllum líkindum rætt með öðrum Norðurlöndum áður en ákvörðun verður tekin.” Eftir fundinn með RÚV sagðist Schutz vera „hóflega bjartsýnn“ fyrir niðurstöðunni samkvæmt fréttamiðlinum.

Þess má geta að Mícheál MacDonncha, borgarstjóri Dublin, lýsti því yfir í írskum fjölmiðlum að Írar ættu að sýna samstöðu með Palestínumönnum og neita þátttöku og hefur fjöldi Svía kallað eftir því að ríki þeirra sendi ekki fulltrúa í keppnina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Manchester City í engum vandræðum

England: Manchester City í engum vandræðum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum