fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
433

Plús og mínus – Fyndinn varnarleikur

Victor Pálsson
Sunnudaginn 27. maí 2018 18:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölnir vann sterkan sigur í Pepsi-deild karla í kvöld er liðið heimsótti Víking Reykjavík í sjöttu umferð.

Fjölnismenn voru sterkari aðilinn í leik kvöldsins og unnu að lokum 2-1 útisigur en Víkingar minnkuðu muninn undir lok leiks.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Fjölnismenn reyndu að spila flottan og góðan fótbolta og það gekk upp á köflum þrátt fyrir erfiðar aðstæður.

Þeir gulu mættu virkilega grimmir til leiks og sýndu það strax í byrjun að þeim var alvara og ætluðu sér að sækja sigur.

Birnir Snær Ingason var mjög flottur í kvöld. Fór oft illa með vörn Víkinga. Skemmtilegur leikmaður.

Víkingar mega eiga það að þeir gáfu allt í þetta undir lok leiks. Það var þó bara ekki nóg. Of seint.

Mínus:

Fyrst og fremst aðstæðurnar. Grasið á þessum blessaða velli er bara í engu standi. Erfitt að spila góðan leik.

Það var nánast engin ógn fram á við hjá Víkingum. Rick ten Voorde og Vladimir Tufegdzic buðu ekki upp á neitt.

Sölvi Geir Ottesen meiddist í fyrri hálfleik hjá Víkingum en hann hefur verið eitthvað tæpur. Var ekki upp á sitt besta áður en hann var tekinn af velli.

Varnarleikur Víkinga í heild sinni var oft bara fyndinn. Hlupu frá mönnum og fengu Fjölnismenn oft allt, allt of mikið pláss.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Enn eitt stórliðið bætist í hópinn við þau sem vilja kaupa Albert í sumar

Enn eitt stórliðið bætist í hópinn við þau sem vilja kaupa Albert í sumar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta borga liðin á Englandi í laun á þessu tímabili – United borgar 12 milljörðum meira en Liverpool

Þetta borga liðin á Englandi í laun á þessu tímabili – United borgar 12 milljörðum meira en Liverpool
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Segist hafa gert nákvæmlega sömu mistök og Arnar – „Þess vegna segi ég þetta“

Segist hafa gert nákvæmlega sömu mistök og Arnar – „Þess vegna segi ég þetta“
433
Fyrir 10 klukkutímum

Telur að United sé að skoða það að reka Ten Hag úr starfi í dag

Telur að United sé að skoða það að reka Ten Hag úr starfi í dag