fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Meiri kjörsókn nú en á sama tíma 2014

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 22. maí 2018 13:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Utan kjörfundar kjörsókn er heldur meiri nú hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu en á sama tíma árið 2014. Þetta segir Bergþóra Sigmundsdóttir, sviðsstjóri þinglýsinga- og leyfasviðs sýslumanns við RÚV.

Kosning hefur staðið yfir síðan 31. mars og fer fram í Smáralind, en hún var einnig haldin þar fyrir alþingiskosningarnar í fyrra.

Samkvæmt Bergþóru er kjörsókn í sveitastjórnarkosningum almennt minni en í alþingiskosningum og sé það raunin nú einnig. Bergþóra segir 5380 hafa kosið í ár, borið saman við 4665 árið 2014, en hafa beri í huga að kjósendum hafi fjölgað á þessum tíma.

Í síðustu forsetakosningum árið 2016 höfðu 11400 kosið á sama tíma, en 9800 í síðustu alþingiskosningum. Bergþóra segir að árstíminn geti haft áhrif, sem og sú staðreynd að ekki hafa íslenskir ríkisborgarar sem búið hafa erlendis í ákveðinn tíma, kosningarétt í sveitastjórnarkosningum.

Bergþóra segir almenna ánægju með að kjósa þurfi í Smáralindinni, en þó hafi borið á því að sumir hafi ekki fundið kjörstaðinn:

„Sumt eldra fólk sérstaklega hefur átt erfitt með að rata inn á okkur. En við erum með auglýsingar og skilti við hvern innganga þar sem kemur fram hvað er hvar, og það er getið um það líka.“

 

Egill Helgason og Össur Skarphéðinsson hafa báðir kvartað undan því að erfitt væri að finna hvar kjörstaðurinn í Smáralind væri, sögum lélegra merkinga.

Þá spyr Egill einnig hvaða vit sé í því að hafa einungis einn kjörstað fyrir allt höfuðborgarsvæðið, því þó Smáralindin sé nokkuð miðsvæðis, sé ansi langt aðfara fyrir suma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki