fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Ólafía Þórunn var höggi frá því að komast áfram á Kingsmill mótinu

Arnar Ægisson
Mánudaginn 21. maí 2018 09:26

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnumaður í golfi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er úr leik á Kingsmill meistaramótinu sem fram fer í Williamsburg í Virginíu í Bandaríkjunum. Mótið er hluti af LPGA atvinnumótaröðinni sem er sterkasta mótaröð heims í atvinnugolfi kvenna.

Ólafía Þórunn lék á pari vallar á fyrstu tveimur hringjunum og var einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn. Aðeins verða leiknar 54 holur á þessu móti þar sem að veðrið hefur sett keppnishaldið úr skorðum.

 

Mótið í Virginíu var 10. mótið á tímabilinu hjá Ólafíu. Hún hefur komist í gegnum niðurskurðinn á þremur mót á tímabilinu. Hún endaði í 32. sæti á síðasta móti sem er næst besti árangur hennar á tímabilinu en besti árangur hennar er 26. sæti á Pure Silk mótinu á Bahamas.

Ólafía var í ráshóp með Lee Lopez frá Bandaríkjunum og Paula Reto frá Suður-Afríku fyrstu tvo keppnisdagana.

Að venju eru flestir af bestu leikmönnum heims á meðal keppenda. Ólafía Þórunn keppti síðast í byrjun maí. Hún notaði síðustu viku við æfingar í Pinehurst ásamt þjálfara sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Manchester City í engum vandræðum

England: Manchester City í engum vandræðum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum