fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025

Eldur í bát Arnarlax: „Við þurfum að slökkva til að sjá hvað gerðist“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 18. maí 2018 13:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verið er að slökkva eld í báti Arnarlax við höfnina í Patreksfirði og reykkafari að störfum neðan þilja. Báturinn heitir Garðar Jörundsson og sér um að flytja fóður í sílóin. Enginn slasaðist í eldsvoðanum.

Davíð Rúnar Gunnarsson, slökkviliðsstjóri Vesturbyggðar, sagði í samtali við DV: „Þetta var ekki mikill eldur en þó nokkur reykur. Þegar eldurinn kom upp sprautuðu bátsmennirnir úr slökkvitækjum og lokuðu öllum lúgum. Síðan drápu þeir á vélunum og dráttarbátur sótti þá.“

Hver er staðan núna?

„Báturinn dró þá að höfninni og nú er unnið í því að slökkva eldinn, sem er einhvers staðar á milli þilja.“

Er vitað hvað gerðist?

„Nei, og við þurfum að slökkva til að sjá hvað gerðist. Það er líka óvíst hversu skemmdur báturinn er.“

Eldsvoðinn er ekki eina áfallið sem hefur dunið á Arnarlaxi undanfarið en fyrirtækið er með höfuðstöðvar á Bíldudal. Í febrúar brotnaði flotrör í eldiskví við Tálknafjörð og sökk kvíin með 500 tonnum af eldislaxi. Flytja þurfti þann fisk sem lifði af í aðra kví en hluti laxanna drapst. Í mars voru um 900 tonna afföll vegna vetrarsára, nýrnaveiki og flutnings milli kvía eins og Stundin hefur fjallað um. Tapaði fyrirtækið, sem er í meirihlutaeigu Norðmanna, nærri 805 milljónum króna.

Myndirnar tók Sigurður Steinþórsson ljósmyndari

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vill ekkert meira en að komast heim eftir erfið sambandsslit – Þarf að hitta fyrrverandi á hverjum degi

Vill ekkert meira en að komast heim eftir erfið sambandsslit – Þarf að hitta fyrrverandi á hverjum degi
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Solskjær fær leikmann með mikla reynslu úr ensku úrvalsdeildinni

Solskjær fær leikmann með mikla reynslu úr ensku úrvalsdeildinni
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Blaðið hefur sýningar í september – „Tilbúin að hrista upp í öllu“

Blaðið hefur sýningar í september – „Tilbúin að hrista upp í öllu“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Allt klappað og klárt – United og Leipzig ná samkomulagi um kaupverðið

Allt klappað og klárt – United og Leipzig ná samkomulagi um kaupverðið
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Fólk trúir honum ekki þegar hann segist vera með Ozempic typpi – Segir þetta sanna það

Fólk trúir honum ekki þegar hann segist vera með Ozempic typpi – Segir þetta sanna það
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Enn einn leikmaðurinn samdi við nýliðana

Enn einn leikmaðurinn samdi við nýliðana