fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Framhaldgrein um „ekki svona“ heldur hinsegin söguna: „What it feels like for a girl…“ – 3. hluti

Margrét Gústavsdóttir
Fimmtudaginn 17. maí 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftirfarandi samantekt birtist fyrst í 8. bls grein í tímaritinu Bleikt og blátt árið 2000. Orðalagið hefur nú verið uppfært og greininni skipt í nokkra kafla.

Ekki svona heldur hinsegin sagan í gær fjallaði meðal annars um intersex fólk og lesbíur en í kvöld ætlum við að halda aðeins áfram á svipuðum nótum. Byrjum á hugmyndinni um Krist með óræð kyneinkenni. 

Sú hugmynd að skapari okkar hafi sjálf/ur verið „intersex“, er þekkt víða um heim, m.a í Norður og Suður Ameríku, Afríku, Ástralíu og á Miðjarðarhafseyjum.

Ef ekki væri fyrir skeggið… ?

Hér á vesturlöndum og í austurlöndum nær, hefur hugmyndin um „intersex“ Guð verið mikið til bæld niður og henni eytt með ýmsum ráðum, en þó má enn rekja þetta aftur í bækur gyðinga og dulspekifólks innan kristninnar.

Í hebreskri frásögn um uppruna mannkyns, eða Genesis, stendur skrifað að Guð hafi skapað fyrsta manninn intersex.

Þannig gat Adam fætt Evu af sér… og fyrst Guð var hvorki karl né kona og skapaði manninn í sinni mynd, þá hlaut Guð að vera intersex eða með óræð kyneinkenni.

Rithöfundurinn og guðspekifræðingurinn Jakob Boheme (1575-1624) var mikill áhrifavaldur að síðar útbreiddri skoðun að Jesús Kristur, sonur Guðs, hefði sjálfur verið intersex líkt og faðir hans, þar sem karlkyns og kvenkyns eðlisþættir mættust í fullkominni einingu í sál hans.

Sjálf getum við dregið ályktanir af teikningum og málverkum sem gerð hafa verið af frelsaranum þar sem hann oftar en ekki, líkist meira fíngerðri konu með skegg en rúmlega þrítugum karlmanni sem var þar að auki smiður.

Bannað að vera „píkulegur“

Þrátt fyrir að í flestum trúarbrögðum jarðar sé litið á það sem eftirsóknarvert að bera innra með sér eiginleika karls og konu, horfir aldrei eins við þegar börn fæðast hvorki af kven né karlkyni.

Eins og áður segir, eru þau “leiðrétt” hér á vesturlöndum, en víða annarsstaðar eru svona börn myrt í fæðingu.

Að sama skapi eru kvenlegir karlmenn (hvað þá karlmenn sem vilja bregða sér í kvenmannsföt) ekki taldir miklir dáðadrengir og það telst ekki fínt að vera „stelpustrákur” eða „píkulegur” karlmaður, – enda voru karlmannlegar dyggðir og gildi hafin upp í hæstu hæðir af Plató og vinum hans, svo ekki sé minnst á kirkjunnar feður, og á þessu grundvallast jú okkar vestræna menning.

Hvíti karlmaðurinn hefur öldum saman verið dýrkaður sem göfugasta og dásamlegasta lífvera sem fyrirfinnst í gervöllu sólkerfi voru þó margir telji að nú sé þetta komið heldur gott og kannski tímabært að hleypa öðrum að.

Madonna tjáði þessar hugrenningar meðal annars í laginu What it feels like for a girl:

Girls can wear jeans
And cut their hair short
Wear shirts and boots
‘Cause it’s OK to be a boy
But for a boy to look like a girl is degrading
‘Cause you think that being a girl is degrading
But secretly you’d love to know what it’s like
Wouldn’t you
What it feels like for a girl

Snari maður þessum texta yfir á móðurmálið þá er hann nokkurnveginn svona:

Stelpur geta klæðst gallabuxum
Og verið stuttklipptar
Klætt sig í skyrtur og boli
-Því það er allt í lagi að vera strákur
En þegar strákur lítur út eins og stelpa þá telst það niðurlægjandi
Því þér finnst það niðurlægjandi að vera stelpa
En í laumi þá langar þig til að vita hvernig það er
Er það ekki
Hvernig það er að vera stelpa…

Framhald á morgun…

 

 Helstu heimildir í þessari greinaröð koma úr bókinni Sex and spirit e. Clifford Bishop.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli