fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Theresa May er að sögn reiðubúin til að halda Bretlandi í tollabandalagi við ESB eftir 2020

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. maí 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er reiðubúin til að framlengja aðild Breta að tollabandalagi ESB eftir 2020. The Telegraph skýrir frá þessu í dag. Ráðherrar frá ESB og Bretlandi vinna nú að gerð samkomulags um framkvæmd Brexit og þar með útgöngu Bretlands úr ESB. Fyrr í vikunni samþykktu breskir ráðherrar nýja neyðaráætlun sem á að koma í veg fyrir að tollgæsla og tollafgreiðsla verði tekin upp á landamærum Írlands og Norður-Írlands. Bretar höfðu áður hafnað hugmyndum ESB um hvernig á að leysa tollamálin.

Samkvæmt áætlun á Bretland að yfirgefa ESB í mars á næsta ári. Bæði ESB og Bretar eru sammála um að fríverslunarsamningar á milli Bretlands og ESB standi áfram óbreyttir til ársloka 2020.

Theresa May hefur sagt að Bretar muni yfirgefa tollabandalagið til að opna fyrir möguleika Breta á að gera eigin fríverslunarsamninga við önnur ríki. Ráðherrar í ríkisstjórn hennar eru þó ekki sammála um hvaða fríverslunarsamninga eigi að gera við ESB.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig