fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fréttir

Al Thani-fangar miðla fréttum á Facebook

Stefnt á að opna vefsíðuna dagsljos.is með umfangsmiklum gögnum um málið

Ritstjórn DV
Föstudaginn 8. júlí 2016 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi stjórnendur Kaupþings, sem afplána nú dóma sem þeir hlutu fyrir aðild sína að Al Thani-málinu svokallaða, hafa stofnað Facebook-síðu sem miðlar nú efni, skrifum og fréttum tengdum málinu. Stefnt er á að opna vefsíðu í haust þar sem birt verða gögn tengd málinu.

Mannréttindadómstóll Evrópu krafði á dögunum íslensk stjórnvöld svara vegna málsmeðferðarinnar í Al Thani-málinu en dómstóllinn mun ekki taka afstöðu til þess hvort mál fjórmenninganna sem dóm hlutu verði tekið til efnislegrar meðferðar fyrr en þau berast.

Nýstofnað Dagsljós

Facebook-síðan heitir Dagsljós og var stofnuð þann 3. júlí síðastliðinn. Hún er skilgreind sem fjölmiðla- og/eða fréttasíða á samskiptamiðlinum og hefur þegar deilt fjölmörgum fréttum af Al Thani-málinu sem birst hafa að undanförnu, sem og skrifum Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, af Facebook.

Notendur Facebook urðu varir við síðuna þar sem hún birtist á tímalínu þeirra með kostaðri dreifingu, sem er gjarnan notuð til að vekja athygli á nýjum hópum og síðum og krækja í fylgjendur. Nokkrir tugir einstaklinga fylgdu síðunni nokkrum dögum eftir að hún var stofnuð.

Gagnaveita ekki fjölmiðill

„Þessi Facebook-síða er til að halda utan um fréttir sem fluttar eru af þessu máli þessa dagana. Það er pælingin með henni,“ segir Freyr Einarsson, sem haldið hefur utan um verkefnið fyrir hönd fjórmenninganna, í samtali við DV. Freyr er jafnframt skráður eigandi lénsins dagsljos.is en aðspurður hvort vefsíðan verði nýtt á sama hátt og Facebook-síðan segir Freyr að vefurinn verði líklega opnaður með haustinu en hugmyndin sé ekki að verða fjölmiðill.

„Dagsljós er meira hugsað sem gagnaveita eða gagnasafn þar sem við höldum utan um fréttir og gögn af málinu. Það kemur í ljós síðar hvenær vefurinn verður opnaður en hann verður gagnasafn þar sem fólk getur kynnt sér gögn málsins.“

Verkefni fjórmenninganna

Facebook-síðan er í lýsingu sögð „samstarfsverkefni áhugamanna um réttlæti“ í Al Thani-málinu og því greinilegt að þarna var um ákveðna hagsmunagæslu að ræða. Freyr segir aðspurður um lýsinguna að það sé ekkert óeðlilegt við það, en „þetta sé ákveðið verkefni sem Hreiðar Már Sigurðsson, Ólafur Ólafsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson standa að.“

Vísbending í nafninu

Aðspurður um nafnið Dagsljós segir Freyr það vísan í að ýmislegt hafi ekki komið fram í dagsljósið varðandi Al Thani-málið.

„Það er hluti af ástæðu þess að Mannréttindadómstóllinn er að skoða þetta mál, að það eru gögn og annað sem hefur ekki komið fram í dagsljósið, enn sem komið er. Það er því kannski hugmyndin á bak við nafnið, að kalla öll gögn varðandi málið fram í dagsljósið.“

Fjórmenningarnir, sem hlutu þunga dóma fyrir aðkomu sína að Al Thani-viðskiptunum afplánuðu fyrsta árið af dómum sínum á Kvíabryggju en eru nú allir komnir á áfangaheimilið Vernd eins og fram hefur komið í fjölmiðlum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Guðmundur í Brim sakaður um billegan orðhengilshátt í Bítinu í morgun – „Það á enginn fiskinn í sjónum“

Guðmundur í Brim sakaður um billegan orðhengilshátt í Bítinu í morgun – „Það á enginn fiskinn í sjónum“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Landbúnaðarháskólinn vill láta bera þýska konu út úr leiguhúsnæði

Landbúnaðarháskólinn vill láta bera þýska konu út úr leiguhúsnæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill kemur þéttingu byggðar til varnar – „Nauðsynleg og óhjákvæmileg“

Egill kemur þéttingu byggðar til varnar – „Nauðsynleg og óhjákvæmileg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fráleitt að rugla skipulag Grafarvogs með þéttingu – „Borgarstjórnin nýja getur enn þá hætt við“

Fráleitt að rugla skipulag Grafarvogs með þéttingu – „Borgarstjórnin nýja getur enn þá hætt við“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“