fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Stefanía kom tveggja ára stúlku til bjargar í Húsdýragarðinum: Barnið hefði getað drukknað

Heyrði barnsgrátinn í öllum hávaðanum – Húsdýragarðurinn ætlar að bregðast við

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 21. júlí 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefanía Hjaltested var ásamt syni sínum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í gær að njóta veðurblíðunnar þegar hún skyndilega heyrði mikinn barnsgrát. Nokkrum andartökum síðar bjargaði Stefanía tveggja ára gamalli stúlku en hún telur að barnið hefði getað drukknað. Í samtali við DV segist hún þakka fyrir það hversu viðkvæm hún er fyrir barnsgráti.

Mynd: Facebook/Stefanía Hjaltested

„Ég sit þarna á bekk við trampólínið. Það er annar bekkur þarna nær, en ég sit á þessum sem er fjær staðnum þar sem stúlkan var,“ segir Stefanía og á þar við afmarkað svæði í garðinum sem þakið er sefgresi. „Ég heyri barnsgrátinn og fer að veita honum athygli. Það var fullt af börnum þarna, öskrandi, talandi, hlæjandi og grátandi. Ég fór að hlusta eftir grátinum og fer að spyrja mig hvers vegna barnið gráti svona mikið,“ segir Stefanía í samtali við DV. Hún segir marga gesti hafa verið í garðinum í gær. Hún segir föður barnsins hafa misst sjónar á því og verið að leita. Vegna þess hversu margir hefðu verið á svæðinu hefði enginn heyrt í barninu.

Stefanía ákvað í kjölfarið að standa upp og hlusta eftir því hvaðan gráturinn kom. Gekk hún í átt að bekknum sem var nær litlu stúlkunni og kom þá auga á stúlku sem sat föst í sefinu. „Ég tók hana þarna, þar sem hún var rennandi blaut. Ég tók hana úr sokkabuxunum og skónum. Síðan fór ég með hana að bekknum mínum,“ segir hún en stúlkan hafði að sögn Stefaníu staðið föst í einhvern tíma.

Mynd: Facebook/Stefanía Hjaltested

Stefanía kveðst ekki efast um að stórslys hefði geta orðið, til dæmis ef stúlkan hefði farið með höfuðið ofan í vatnið. Aðspurð hvort einhverjir starfsmenn hafi verið á svæðinu, segir hún svo ekki hafa verið. Þá segist hún hafa gengið örlítið frá staðnum og fundið þar nokkra starfsmenn. Það hafi þó verið ungir krakkar sem bent hafi á að yfirmennirnir væru ekki við.

„Það voru allir í rosalegu sjokki og margir sögðu: „Guð minn góður, guð minn góður! Hvernig heyrðir þú í barninu?“. Það er eitthvað sem fer í mig ef ég heyri barnsgrát lengi. Mér finnst það óþægilegt.“

Garðurinn er vinsæll viðkomustaður barnafjölskyldna.
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn. Garðurinn er vinsæll viðkomustaður barnafjölskyldna.

Stefanía sendi í gær skilaboð á Dag B. Eggertsson, borgarstjóra Reykjavíkur, á Facebook og gerði honum grein fyrir málinu, en hefur þó enn ekki fengið svar. Myndirnar segir hún þó ekki alveg hafa verið teknar á réttum stað, heldur hafi þær verið teknar af brú rétt hjá. Á myndunum má sjá hversu mikið magn af vatni var í sefinu.

Stefanía segir konu sem var á svæðinu hafa tjáð sér að talsvert meira vatn hafi verið í sefinu en venjulega.

Erfitt að girða svæðið af

Í samtali við DV segist Þorkell Heiðarsson, sviðsstjóri á þjónustusviði Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, ekki kannast við málið, en bendir á að það hafi verið reynt að gera ráðstafanir eins og að slá sefið niður. Segir hann það hafa reynst erfitt að girða þetta því þetta sé upp á alla kanta. Þá segir hann sefið meira hafa verið pirrandi og vissi hann ekki til þess að þarna hafi einhvern tímann komið upp hættuleg mál. Vísaði hann til þess að málið yrði skoðað og að garðurinn tæki ábendingar sem þessa alvarlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni