fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
FókusKynning

Nýtt, sérhæft stæði fyrir húsbíla, hjólhýsi og fellihýsi opnað í Grafarvogi

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 15. júlí 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skemmtigarðurinn í Grafarvogi hefur opnað Camper Resort, nýtt sérhæft húsbíla-, hjólhýsa- og fellihýsastæði í Reykjavík. „Við munum bjóða upp á góða aðstöðufyrir allar stærðir húsbíla þar sem að aðstaða fyrir þá vantar í Reykjavík enda hefur orðið mikil fjölgun í leigu á húsbílum undanfarin ár. Gisting af þessu tagi er vinsæl við skemmtigarða erlendis,“ segir Eyþór Guðjónsson, eigandi Skemmtigarðsins og bætir við að öll sú þjónusta sem boðið sé upp á í Skemmtigarðinum standi gestum Camper Resort einnig til boða, ýmist frítt eða gegn vægu gjaldi. Ekki stendur til að bjóða upp á hefðbundin tjaldstæði heldur einungis gistingu fyrir ferðamenn á húsbílum, felli- og hjólhýsum.

Minigolf eftir morgunmat

Fjölbreytt afþreying er starfrækt á svæðinu fyrir alla aldurshópa. Skemmtigarðurinn býður m.a. upp á fótboltagolf,minigolfvöll, frísbígolf, útilasertag og litbolta, svo eitthvað sé nefnt. Við hlið Skemmtigarðsins eru einnig strandblakvellir, hjólabrettaaðstaða og klifurgrind fyrir yngri meðlimi fjölskyldunnar, á vegum Reykjavíkurborgar.

Veitingasala er til staðar á svæðinu og hægt að fá sér pizzur, kjúklingavængi og aðrar léttar veitingar; jafnvel einn ískaldan með grillinu fyrir þá sem það kjósa, og ís fyrir börnin í eftirrétt. Ástríðufullir grillarar geta hlakkað til, því glæsileg grillaðstaða er einnig á staðnum og setbekkir hér og þar um Skemmtigarðinn þar sem fólk getur sest að snæðingi.

Umhverfið í kringum Skemmtigarðinn er fallegt og umkringt íslenskri náttúru með útsýni yfir til Esjunnar. Miðborgin er aðeins í nokkurra mínútna ökufjarlægð og öll sú fjölbreytta afþreying sem Skemmtigarðurinn býður upp á í túnfætinum.

Umhverfið í kringum Skemmtigarðinn er fallegt og umkringt íslenskri náttúru með útsýni yfir til Esjunnar.
Umhverfið í kringum Skemmtigarðinn er fallegt og umkringt íslenskri náttúru með útsýni yfir til Esjunnar.

Eyþór segir Skemmtigarðinn stefna að áframhaldandi uppbyggingu í ferðaþjónustu á svæðinu. Camper Resort sé fyrsta skrefið í þá átt enda henti staðsetningin ákaflega vel til þess háttar starfsemi. Fallegar göngu- og hjólaleiðir eru allt í kring sem ýmist liggja niður í miðbæ eða niður að sjó. „Þetta er eiginlega sveit í borg“ segir hann, „falleg náttúra, sögulegir staðir, fjaran í seilingarfjarlægð en samt örstutt í menninguna og miðborgina. Svo erum við steinsnar frá einu aðal „borgarhliðinu“ í Ártúnshöfða þaðan sem leiðir liggja í allar áttir “.

Opnunartilboð í sumar

Í tilefni opnunarinnar í sumar verður öllum sem gista í Skemmtigarðinum, boðið upp á 50% afslátt í minigolf og fótboltagolf en hvort tveggja nýtur mikilla vinsælda hjá öllum aldurshópum. Þá verður þrautabrautin líka opin fyrir gesti án endurgjalds. Það ætti því engum að leiðast í Skemmtigarðinum í sumar hvort sem menn ætla bara að leggja sig eða leika sér í leiðinni.

Skemmtigarðurinn er í eigu Eyþórs Guðjónsson og Ingibjargar Guðmundssdóttur en þau reka einnig ferðaskrifstofuna Incentive Travel.

Fótboltagolf er nýjasta afþreying Skemmtigarðsins
Fótboltagolf er nýjasta afþreying Skemmtigarðsins

Nánari upplýsingar um Camper Resort er hægt að nálgast á heimasíðunum camperresort.is og www.skemmtigardur.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7