fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Fréttir

Tilraun tveggja Dana til að svíkja fé út úr tryggingum endaði með ósköpum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 30. apríl 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að tilraun tveggja Dana, 22 og 24 ára, til að svíkja fé út úr tryggingum hafi endað með ósköpum. Það var í október síðastliðnum að eldur kom upp í báti í Hróarskeldufirði við Sjáland í Danmörku.

Mennirnir tveir stukku í kjölfarið frá borði en ekki vildi betur til en að sá eldri, Tavab Khoshival, drukknaði. Við rannsókn málsins kom í ljós að eldurinn hafi verið kveiktur af mannavöldum og taldi lögregla fullvíst að ungu mennirnir hafi ætlað að svíkja fé út úr tryggingum.

Yngri maðurinn var í kjölfarið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Hann er sagður hafa vitað að félagi hans væri allt að því ósyndur og auk þess vissi hann sem var að björgunarvesti um borð voru ónýt. Báturinn var um 800 metra frá landi þegar eldurinn kom upp og var dýpi á þessum slóðum um sjö metrar.

Yngri maðurinn er talinn hafa skvett bensíni í vélarrúmi bátsins með þeim afleiðingum að sprenging varð. Sprengingin varð til þess að mennirnir stukku frá borði með fyrrgreindum afleiðingum. Þeim yngri tókst að synda í land en hinn drukknaði skömmu eftir að hafa lent í sjónum sem var rétt tæplega ellefu gráðu heitur.

Dómstóll í Danmörku hefur nú sakfellt yngri manninn fyrir manndráp af gáleysi. Hann var sakfelldur í desember síðastliðnum fyrir auðgunarbrot og dæmdur í tveggja ára fangelsi. Búist er við því að sex til átta mánuðir bætist við þann dóm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rússar virðast hafa hakkað sig inn í bandarískar tölvur sem innihalda viðkvæm dómskjöl

Rússar virðast hafa hakkað sig inn í bandarískar tölvur sem innihalda viðkvæm dómskjöl
Fréttir
Í gær

Síbrotakonan í Bríetartúni sögð hafa barið karlmann með kúbeini – Á yfir höfði sér útburð úr húsinu

Síbrotakonan í Bríetartúni sögð hafa barið karlmann með kúbeini – Á yfir höfði sér útburð úr húsinu
Fréttir
Í gær

Leigja íbúðarhús í staðinn fyrir myglaða skólann

Leigja íbúðarhús í staðinn fyrir myglaða skólann
Fréttir
Í gær

Fjölskyldan setti sér skýrar reglur um skjánotkun: „Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili“

Fjölskyldan setti sér skýrar reglur um skjánotkun: „Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessum bílum er oftast stolið í Bandaríkjunum – Eigendur Tesla í góðum málum

Þessum bílum er oftast stolið í Bandaríkjunum – Eigendur Tesla í góðum málum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður segir algengt að foreldrar misnoti vald sitt og kallar eftir harðari viðurlögum

Lögmaður segir algengt að foreldrar misnoti vald sitt og kallar eftir harðari viðurlögum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sema Erla var vistuð á Stuðlum – „Þetta voru stormasöm ár, ég var ekki stilltur unglingur“

Sema Erla var vistuð á Stuðlum – „Þetta voru stormasöm ár, ég var ekki stilltur unglingur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hanna Katrín lýsir leiðinlegri upplifun fjölskyldu úr Grafarvogi á Snæfellsnesi

Hanna Katrín lýsir leiðinlegri upplifun fjölskyldu úr Grafarvogi á Snæfellsnesi