fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Fréttir

Samningar náðust í kvöld um heimaþjónustu ljósmæðra

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 27. apríl 2018 22:30

Mynd: Aldís Pálsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samningar tókust í kvöld milli Sjúkratrygginga Íslands og ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Velferðarráðuneytinu. Endurskoðaður rammasamningur um þjónustuna hefur verið undirritaður af samningsaðilum og staðfestur af heilbrigðisráðherra. Ljósmæður sem veitt hafa þjónustu á grundvelli rammasamnings munu hefja störf nú þegar.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir mikinn létti að búið sé að semja um þessa mikilvægu þjónustu og ná lendingu sem hún telji að allir geti vel við unað. „Mestu skiptir að þjónustan hefur nú verið tryggð. Af hálfu ríkisins var viðurkennt að leggja þyrfti meira fé inn í samninginn og samningsaðilar urðu ásáttir um ákveðnar breytingar til að styrkja umgjörð þjónustunnar.“

Samningurinn gildir til 31. janúar 2019 og heimilt er að framlengja hann tvisvar um eitt ár í senn að undangenginni úttekt á framkvæmd hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fyrstu langtímasamningarnir um liðskiptaaðgerðir og fleiri skurðaðgerðir

Fyrstu langtímasamningarnir um liðskiptaaðgerðir og fleiri skurðaðgerðir
Fréttir
Í gær

Leið miklar kvalir í flugvél á Keflavíkurflugvelli en fær ekkert fyrir – „Sjálf lá ég með fætur á gólfinu og höfuð ofan á sæti“

Leið miklar kvalir í flugvél á Keflavíkurflugvelli en fær ekkert fyrir – „Sjálf lá ég með fætur á gólfinu og höfuð ofan á sæti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússneskir herbloggarar eru áhyggjufullir vegna fundar Trump og Pútíns

Rússneskir herbloggarar eru áhyggjufullir vegna fundar Trump og Pútíns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vara við flóðahættu nærri fyrirhuguðu fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ

Vara við flóðahættu nærri fyrirhuguðu fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ