fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Fréttir

Þetta er brandarinn sem Kim Jong-Un sagði á friðarfundinum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 27. apríl 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, er best þekktur fyrir kjarnorkusprengjuögranir og að kúga þegna sína, ekki fyrir húmor og gamanmál. Það gæti hins vegar breyst eftir að Kim sagði brandara við Moon Jae-In forseta Suður-Kóreu á friðarfundi þeirra í morgun.

Líkt og DV greindi frá í morgun hafa löndin samið um frið á Kóreuskaga eftir að hafa verið í stríði, þó með vopnahléi, í rúm 65 ár. Í friðarferlinu er Kim að reyna að breyta ímynd sinni úr óforskömmuðum harðstjóra í friðarboða, sagði hann þá brandara við starfsbróður sinn í suðri:

„Ég er hættur að skjóta upp flugskeytum, þá hætti ég vonandi að trufla svefninn þinn snemma á morgnanna.“

Vísaði hann þar til flugskeyta tilrauna Norður-Kóreumanna sem hafa valdið nágrönnum sínum í suðri miklu hugarangri síðustu ár. Þetta er líklegast sú tegund af brandara sem krefst þess að maður hefði  þurft að vera á staðnum til að kunna að meta hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði er starfsmaður Múlaborgar

Hinn grunaði er starfsmaður Múlaborgar
Fréttir
Í gær

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“
Fréttir
Í gær

Stefán Kristjánsson látinn

Stefán Kristjánsson látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir kennir meintum mistökum Landspítalans um miklar kvalir sínar en fær engar bætur

Móðir kennir meintum mistökum Landspítalans um miklar kvalir sínar en fær engar bætur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur er áhyggjufullur – Segir þetta geta verið síðustu aðvörunina til Evrópu áður en stórstyrjöld við Rússland brýst út

Sérfræðingur er áhyggjufullur – Segir þetta geta verið síðustu aðvörunina til Evrópu áður en stórstyrjöld við Rússland brýst út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“