fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025

Yfirlögregluþjónn í stjórn RÚV

Orðið
Þriðjudaginn 25. apríl 2017 15:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að innanflokksátökin í Framsóknarflokknum haldi áfram, nú síðast með kosningu Alþingis í dag á nýrri stjórn Ríkisútvarpsins ohf.

Guðlaugur Sverrisson, sem verið hefur formaður stjórnar undanfarin ár, var ekki endurkjörinn en í hans stað kemur yfirlögregluþjónninn á Sauðárkróki, Stefán Vagn Stefánsson (Guðmundssonar fv. alþingismanns) sem fulltrúi Framsóknarflokksins.

Stefán Vagn er vinsæll mjög í héraði og öflugur maður. Hann leysir af hólmi Guðlaug, sem hefur verið í svonefndum Sigmundararmi Framsóknarflokksins, en Stefán Vagn beitti sér mjög fyrir formannsskiptum  í aðdraganda síðasta flokksþing flokksins sem endaði með því að Sigurður Ingi Jóhannsson bar sigur úr býtum í formannskjöri.

Aðalmenn voru kosnir í stjórn Ríkisútvarpsins ohf til eins árs í dag eru annars þau: Ragnheiður Ríkharðsdóttir fv alþingismaður, Brynjólfur Stefánsson, Jón Jónsson, Kristín María Birgisdóttir, Friðrik Rafnsson, Jón Ólafsson, Lára Hanna Einarsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson og Mörður Árnason.

Ertu með athyglisverða ábendingu?
Sendu okkur póst á ordid@eyjan.is – fyllsta trúnaðar gætt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Ummæli Trumps um látna leikstjórann vekja mikla hneykslun – „Eyddu þessu, herra forseti“

Ummæli Trumps um látna leikstjórann vekja mikla hneykslun – „Eyddu þessu, herra forseti“
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tanja uppljóstraði um draum sinn í viðtali við Þórhall – „Ég hef ekki látið vita af mér“

Tanja uppljóstraði um draum sinn í viðtali við Þórhall – „Ég hef ekki látið vita af mér“
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Sendillinn sem náðist á mynd kom með lygilega afsökun

Sendillinn sem náðist á mynd kom með lygilega afsökun
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona