fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
433

Sean Dyche: Við erum ekki nálægt toppliðunum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 19. apríl 2018 21:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Burnley tók á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en leiknum lauk með 2-1 sigri gestanna.

Kevin Long kom varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 20. mínútu og gestirnir því 1-0 yfir í hálfleik.

Ashley Barnes jafnaði metin fyrir Burnley á 64. mínútu eftir að skot frá Jóhanni Berg Guðmundssyni hafnaði í framherjanum og þaðan fór hann í netið.

Victor Moses skoraði svo sigurmark leiksins á 69. mínútu og lokatölur því 2-1 fyrir Chelsea í hörkuleik.

Sean Dyche, stjóri Burnley var svekktur með að tapa leiknum í kvöld og fannst sínir menn eiga meira skilið.

„Þeir fengu nokkur góð færi til þess að skora en þau komu oftast eftir slakan varnarleik frá okkur. Fyrsta markið var algjör klaufaskapur og við vorum óheppnir,“ sagði stjórinn.

„Það er búið að tala mikið um þetta lið á þessari leiktíð en þetta er engu að síður frábært lið og eitt af þeim sterkari á Englandi. Það er ekki auðvelt að lenda undir gegn þeim en mér fannst við sína mikið þroskamerki, við komum sterkari til leiks eftir að hafa lent undir.“

„Ég er mjög sáttur með þetta tímabil hjá okkur. Við höfum aldrei verið ofar og við erum að gefa toppliðunum alvöru leiki sem er mikilvægt. Við erum ekki jafn góðir og þau, við erum ekki nálægt þeim en við höfum engu að síður bætt okkur mikið,“ sagði hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ten Hag sannfærður um að hann verði áfram við stjórnvölin – ,,Ég gefst ekki upp“

Ten Hag sannfærður um að hann verði áfram við stjórnvölin – ,,Ég gefst ekki upp“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ipswich spilar í ensku úrvalsdeildinni – Voru nýkomnir í næst efstu deild

Ipswich spilar í ensku úrvalsdeildinni – Voru nýkomnir í næst efstu deild
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

UEFA staðfestir breytingarnar – Frábærar fréttir fyrir EM í Þýskalandi

UEFA staðfestir breytingarnar – Frábærar fréttir fyrir EM í Þýskalandi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Búinn að vinna gullhanskann eftir leikinn í gær

Búinn að vinna gullhanskann eftir leikinn í gær
433Sport
Í gær

Gæti snúið aftur í ensku úrvalsdeildina í sumar

Gæti snúið aftur í ensku úrvalsdeildina í sumar
433
Í gær

Besta deild kvenna: Tindastóll gerði góða ferð í Garðabæinn – Breiðablik með þægilegan sigur

Besta deild kvenna: Tindastóll gerði góða ferð í Garðabæinn – Breiðablik með þægilegan sigur