fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Eyrarkarlar í gömlu Reykjavík

Egill Helgason
Þriðjudaginn 13. febrúar 2018 15:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er stórkostleg ljósmynd úr gömlu Reykjavík. Höfundur hennar mun vera Guðni Þórðarson, sá merki blaðamaður, ljósmyndari og ferðamálafrumkvöðull. Guðni hafði einstaklega næmt auga, til dæmis hef ég mikið dálæti á myndum sem hann tók í vesturheimi og mátti sjá nokkrar þeirra í þáttunum Vesturfarar.

Þessi mynd mun vera tekin stuttu eftir 1950. Hún var sett inn á vefinn Gamlar ljósmyndir. Þarna má sjá verkamenn af því tagi sem einkenndu þennan bæjarhluta í eina tíð. Þeir eru í bláum nankinsfötum, með sixpensara á höfði, eyrarkarlar voru þeir stundum kallaðir. Á þessum tíma var öll hafnarstarfsemin niðri í bæ, hafnarverkamennnirnir settu svip á borgina – en stundum gat verið stopult um vinnuna hjá þeim.

Það er rigning, dumbungur, og báðir mennirnir, sá með hjólið og hinn, virka heldur vinnulúnir. Maður ímyndar sér að þeir séu á leið heim eftir vinnudag. Á hjólinu hangir nestistaska.

Reiðhjól eru ekki nýtt fyrirbæri í Reykjavík. Í Kiljuinnslagi um sögu Dagsbrúnar fyrir nokkrum árum sagði Þorleifur Friðriksson sagnfræðingur frá því hvernig verkakarlarnir komu heim í hádeginu á hjólunum í verkamannabústaðina við Hringbraut. Þeir fengu að borða, en út um hvern glugga ómuðu fréttir Ríkisútvarpsins, svo lögðu þeir sig aðeins, og hjóluðu svo aftur í vinnuna.

Myndin er tekin í Mýrargötunni. Til hægri má sjá Hamarshúsið, þar var vélsmiðjan Hamar, en því var síðar breytt í íbúðir. Til vinstri er Café Skeifan, en þar hafði áður verið gamla hafnarvogin. Á þessum tíma og lengi síðar var þetta verkamannakaffihús, en nú er þarna Hamborgarabúllan. Og nánast hvert einasta hús sem sést á myndinni er orðið að veitingastað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki