fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Eyjan

Að flytja vont kaffi til Ítalíu

Egill Helgason
Föstudaginn 2. febrúar 2018 21:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kapítalisminn eirir engu. Hvergi í heiminum er matseld jafn háþróuð og í Frakklandi. Samt eru Frakkar sjúkir í skyndibitamat. Óvíða eru fleiri McDonald’s staðir en í Frakklandi. Alvöru veitingastaðir í París eru í vandræðum vegna þessa.

Ítalía er höfuðvígi kaffis í heiminum. Hvergi fær maður betra kaffi. Ítalir drekka stutta og snögga kaffibolla. Setja helst ekki mjólk út í kaffi nema þá á morgnana, og þá bara lítið af freyðandi mjólk.

Mjólk er hins vegar sullað út í kaffi í ómældum mæli í Bandaríkjunum. Sá ósiður hefur síðan borist víða um heim með bandarískum kaffikeðjum. Mælikvarðinn á hvort kaffi sé gott er að drekka það svart – semsé espresso. En kaffið utan Ítalíu er víða ódrekkandi ef mjólkin er ekki með. Hún dylur bragðið. Í staðinn finnur maður aðallega sætan mjólkurkeim, minnir helst á mjólkurkaffið sem börnum var gefið í íslenskum sveitum áður fyrr.

Maður skyldi halda að það síðasta sem þarf á Ítalíu sé Starbucks (Ítalir eru ekki jafn sólgnir í skyndimatinn og Frakkar). Og þess vegna bregður manni í brún þegar maður les að Starbucks keðjan ætli að hefja innrás á Ítalíu. Ítalía mun vera stærsti kaffimarkaður í heimi.

Starbucks ætlar að opna fyrsta staðinn í Mílanó í haust og hyggur svo á frekari landvinninga á Ítalíu. Manni finnst það einhvern veginn hámark tilgangsleysisins að flytja vont kaffi til Ítalíu.

Hér er svo tilbúin ljósmynd sem sýnir hvernig Starbucks mun líta út á Piazza Cordusio í Mílanó. Þessar alþjóðlegu keðjur vantar ekki fé til að kaupa upp bestu plássin í borgum. Og á endanum sitjum við uppi með hrútleiðinlega einsleitni. Borgir sem allar eru eins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?