fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Eyjan

Endurkoma Gunnu Ö

Egill Helgason
Föstudaginn 26. janúar 2018 20:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vekur athygli í svokölluðu flokksvali Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningarnar að þar má sjá endurkomu Guðrúnar Ögmundsdóttur í stjórnmálin. Sjálf segist hún vilja vera í baráttusætinu á listanum.

Guðrún er afar sjóuð í pólitík. Hún settist fyrst í borgarstjórn sem varaborgarfulltrúi Kvennalistans árið 1990 en svo var hún borgarfulltrúi 1992 til 1998. Frá 1999 til 2007 var hún þingmaður Samfylkingarinnar.

Guðrún er vinsæl og vinmörg – og nýtur virðingar jafnt pólitískra samherja og andstæðinga.

Annars sýnist manni að baráttan gæti orðið nokkuð hörð í flokksvalinu sem fer fram 2. febrúar. Dagur B. Eggertsson þarf ekki að óttast um sæti sitt, en það er nokkuð hart sótt að Hjálmari Sveinssyni sem var í þriðja sæti í síðustu kosningum og sækist eftir því aftur.

Raunar er það svo að með fjölgun borgarfulltrúa ætti Samfylkingin að geta haldið óbreyttri tölu borgarfulltrúa eða jafnvel bætt við sig, þótt flokkurinn kunni að tapa í prósentvís. Hjálmar er umdeildur maður, það vantar ekki, en það má kannski telja honum til tekna að hann hefur verið óhræddur við að taka slagina.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?