fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

Auðveldara að nálgast áfengi en strætómiða á Hlemmi

Egill Helgason
Laugardaginn 20. janúar 2018 14:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er hægt að fimbulfamba um almenningssamgöngur, en oft finnst manni eins og efndir fylgi ekki orðunum. Kannski nota stjórnmálamenn sem eiga að véla um almenningssamgöngur þær ekki sjálfir. Eyþór Arnalds fær skömm í hattinn fyrir að segja að enginn ferðist með strætó? Honum er réttilega mótmælt – og það af fólki sem notar strætisvagnana. Það birtir myndir af fullum vögnum.

En svo er það Hlemmtorg sem er mistöð strætisvagnasamgangna í Miðborginni. Hugmyndin um að færa þessa miðstöð niður í Vatnsmýri er arfavond, enda eiga fáir erindi þangað. En strætó er orðinn eins og olnbogabarn á Hlemminum. Þetta sést greinilega í frétt sem lætur lítið yfir sér á mbl.is og byggir á svari við fyrirspurn frá borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.  Þar má sjá að engar upplýsingar er að fá um ferðir strætisvagnanna á Hlemmi. Þar er heldur ekki hægt að kaupa miða í strætó, heldur segir:

Fram kem­ur í um­sögn skrif­stofu eigna og at­vinnuþró­un­ar að farþegar Strætó geti keypt miða í versl­un 10/​11 sem er í um það bil fjöru­tíu metra fjar­lægð frá miðrými Hlemms.

Það er heldur engin klukka fyrir strætófarþegana á Hlemmi,líkt og tíðkast á samgöngumiðstöðvum af þessu tagi. Gentrification (íslenskt orð óskast) staðarins er gengin svo langt. Hins vegar tekur maður eftir því þegar maður kemur á Hlemm hversu áfengi er alls staðar áberandi. Því er líkast að veitingahúsin þar leggi aðaláherslu á að selja alkóhól – það mætti jafnvel segja að áfengidýrkun ríði þar ekki við einteyming –  á sumum þeirra er mun erfiðara að greina hvaða matur er á boðstólum en vín.

Það er ágætt að hafa uppi stór framtíðarplön varðandi almenningssamgöngur. En það er líka allt í lagi að sinna þeim eins og þær eru í dag.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin