fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Eyjan

Aðalerindi Davíðs

Egill Helgason
Miðvikudaginn 17. janúar 2018 20:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í höndum Davíðs Oddssonar hverfur Morgunblaðið að vissu leyti aftur til blaðamennsku 19. aldar þegar ritstjórarnir voru blöðin. Björn Jónsson var Ísafold, Einar Benediktsson var Dagskráin, Valdimar Ásmundsson var Fjallkonan. Eins er þetta nú á Mogganum, Davíð Oddsson er Morgunblaðið. Þetta var ekki svona á Mogganum þegar Matthías Johannessen og Styrmir Gunnarsson stunduðu ritstjórn – þeir opnuðu blaðið fyrir alls konar sjónarmiðum og það varð miðpunktur þjóðfélagsumræðunnar.

Það var löngum hefð á Morgunblaðinu að starfsmenn hættu þegar þeir urðu sjötugir. Matthías og Styrmir létu báðir af störfum sjötugir þótt þeir hefðu fulla starfsorku og það gerði líka Haraldur Sveinsson, framkvæmdastjóri blaðsins á mesta velgegnisskeiði þess. Davíð ætlar ekki hætta, hann á ýmsu ólokið.

Það sést glöggt  í blaðinu á afmælisdaginn hvað er efst í huga Davíðs. Í miðju blaðsins er stór grein, þrjár blaðsíður, eftir Hannes Hólmstein Gissurarson. Þetta  eins og samandregin útgáfa af skýrslu hans um bankahrunið sem á að birtast á næstunni á ensku. Vart þarf að efast um að niðurstöðurnar þar verða í sama dúr. Það verður þá einhvers konar afmælisskýrsla.

Allt gengur það út halda því statt og stöðugt fram að Davíð hafi verið ein af hetjum hrunsins en ekki einn af skúrkunum. Þetta er aðalerindi Hannesar og það er erindi Davíðs á Morgunblaðinu. Því lýkur ekki í bráð, hvort sem blaðamönnunum þar, mörgum ágætum, líkar betur eða verr.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin í íslenskum fjárlögum

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin í íslenskum fjárlögum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar er einsamall í hópferð erlendis – „Fullkomlega stjórnlaust“

Brynjar er einsamall í hópferð erlendis – „Fullkomlega stjórnlaust“