fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
Eyjan

Launin í ferðaþjónustunni

Egill Helgason
Miðvikudaginn 17. janúar 2018 00:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við því hefur verið varað, og það er vitað, að ferðaþjónusta er láglaunaatvinnugrein. Þess vegna er alveg mátulega æskilegt að hún sé aðalatvinnuvegurinn. Það eru ekki borguð há laun fyrir að skipta á rúmum eða þjóna til borðs. Við Íslendingar höfum farið þá leið í ferðaþjónustunni okkar að fá hingað fjölda útlendinga – marga frá starfsmannaleigum – sem eru til í að vinna á enn lægra kaupi en við. Án þess gætum við einfaldlega ekki fengið svo margt fólk til landsins. En fyrir flesta Íslendinga er þetta starfsfólk nánast ósýnilegt.

Það er langt í frá að við séum ein um þetta. Víða í Evrópu er farandvinnuafl grundvöllur ferðaþjónustunnar. Það er reyndar svo að orðið hefur algjör sprenging í ferðamennsku í heiminum. Samkvæmt upplýsingum frá alþjóðaferðamálastofnuninni voru ferðamenn í heiminum 280 milljónir 1980, nú er fjöldinn kominn yfir 1,3 milljarða á ári. Þetta er atvinnugrein sem veitir mörgum vinnu, en eins og fyrr segir eru launin almennt léleg.

Friðrik Pálsson, eigandi Hótels Rangár og áhrifamaður í íslensku viðskiptalífi,, sagði í viðtali við Morgunblaðið nú í vikunni að vandi ferðaþjónustunnar á Íslandi væri meðal annars fólginn í því að launin séu of há. Tveggja manna herbergi á Hótel Rangá yfir háferðamannatímann, nóttina 21. til 22. júlí, kostar 590 evrur eða 75 þúsund íslenskar krónur. Vonandi er eitthvað aflögu af því til að borga kaup.

Annars er það svo einfalt að ef ferðaþjónustan hér á Íslandi getur ekki borgað almennileg laun þá er ekki minnsta ástæða til að standa í öllum þessum átroðningi. Það getur ekki verið markmið í sjálfu sér að flytja hingað túrista.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Fjöldaframleiddar jólaklisjur

Nína Richter skrifar: Fjöldaframleiddar jólaklisjur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hjálmar Sveinsson býður sig ekki fram til borgarstjórnar

Hjálmar Sveinsson býður sig ekki fram til borgarstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 1 viku

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG