fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Eyjan

Kópavogsbíó til sölu

Egill Helgason
Föstudaginn 8. desember 2017 08:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að selja gömlu bæjarskrifstofurnar. Um þetta má lesa á Vísi.  En fréttin segir í raun ekki neitt, eins og Fjalar Sigurðarson, sem alinn er upp í Kópavogi, bendir á. Þetta er nefnilega sögufrægt hús sem stendur þarna uppi á Kópavogshálsinum.

Þetta  var á sínum tíma Félagsheimili Kópavogs. Þarna var rekið Kópavogsbíó. Þarna hafði aðsetur Kópavogsleikhúsið sem setti upp margar sögufrægar sýningar. Margir þekktir leikarar stigu fyrstu skref sín þar, þetta var sérlega metnaðarfullt leikfélag. Þarna voru haldnir tónleikar, má segja að þarna sé vagga íslenska pönksins – ég hygg að ekki ómerkari sveit en Fræbblarnir hafi komið þarna fram. Og ýmsar fleiri.

Gunnar Marel Hinriksson, sem hefur starfað við skjalavörslu í Kópavogi, upplýsir að þarna hafi sjálfur Bobby Fischer farið í bíó og hjómsveitin Kinks. Fischer mun hafa séð kvikmyndina Gunga Din skömmu eftir að hann lagði Spasskí.

Sjálfur man ég eftir hópferð vina úr Vesturbænum í Kópavogsbíó til að sjá kvikmyndina Catch 22, hana höfðum við vinirnir í Hagaskóla lengi þráð að sjá. Svo var hún allt í einu sýnd á föstudagskvöldi í Kópavogsbíói.

Hér er önnur mynd sem var sýnd í Kópavogsbíói. Lítur býsna vel út. Frönsk, en komin til Íslands með millilendingu í Danmörku. Frou – Frou, en Pariserindes liv.

 

 

Svo er hér mynd af Kópavogsbíói eins og það leit út á velmektarárunum. Bíó, leikhús, félagsheimili, pönkmiðstöð. Geri önnur hús betur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar