fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Eyjan

Steingrímur fær forsetann – og málverk af sér

Egill Helgason
Þriðjudaginn 28. nóvember 2017 10:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líklega hefur enginn þingmaður í sögunni talað jafnmikið úr pontu Alþingis og Steingrímur J. Sigfússon. Hann hefur ábyggilega talað miklu meira en sá sem næstur kemur á sínum þrjátíu og fjögurra ára þingferli. Og nú er sagt að samstaða sé um það meðal tilvonandi stjórnarflokka að Steingrímur verði forseti Alþingis – hann verður semsagt ekki ráðherra í þessari umferð.

Það fer ábyggilega vel á því að Steingrímur verði þingforseti, hann hefur gríðarlega reynslu úr Alþingi og þekkir störfin þar út og inn. Það hefur reyndar verið orðrómur um það að Steingrím hafi langað í þetta embætti.

Forseti Alþingis er ekki slæmt djobb. Forsetinn nýtur fríðinda sem ráðherrar hafa, hefur meðal annars bíl og bílstjóra. Og eitt enn – forsetinn fær af sér málverk sem er hengt upp í sölum Alþingis. Til að mála eru fengnir sérstakir portrettmálarar. Eitt sinn tíðkaðist mjög að mála myndir af fyrirfólki, helst körlum auðvitað, en kannski er þetta síðasta vígi portrettmálunar? Steingrímur mun semsagt horfa af veggjum þingsins á þingheim framtíðarinnar – á staðnum þar sem hann hefur starfað og talað lengur en gengur og gerist.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump