fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Eyjan

Meinleg örlög tónlistarhúss

Egill Helgason
Miðvikudaginn 1. nóvember 2017 20:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rosenberg hefur lengi verið einn hornsteinninn í tónlistarlífi Reykjavíkur. Staðurinn var fyrst til húsa í Lækjargötu, flutti eftir bruna 2007 á Klapparstíg. Þarna hefur mátt heyra alls kyns músík, djass, popp, vísnasöng, jólatónlist. Þarna hafa komið fram frægir tónlistarmenn, algjörlega ófrægir og allt þar á milli, ungir og aldnir.

Þórður Pálmason og Auður Kristmannsdóttir ráku af mikilli elju og alúð í langan tíma, en seldu hann loks. Bjartsýnir menn keyptu staðinn og ætluðu honum allt annað hlutverk með matarveitingum, morgunverði og grænmetisfæði. En tónlistin átti að halda áfram. Þetta var rekið í þrot á mjög skömmum tíma.

Þá koma aðrir lukkuriddarar, kaupa staðinn og segjast ætla að opna „alvöru írskan pöbb“. Írskan pöbb! Er eitthvað til leiðinlegra en írskir pöbbar?

Þeir eru eins og vinur minn segir – „lundabúð drykkjubúllanna“.

Þetta eru sorgleg örlög mikilvægs tónlistarstaðar sem var næstum orðinn fornfrægur á íslenskan mælikvarða.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Dýrkun ljótleikans

Björn Jón skrifar: Dýrkun ljótleikans
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Meiri samkeppni á eldsneytismarkaði hér en á hinum Norðurlöndunum

Framkvæmdastjóri N1: Meiri samkeppni á eldsneytismarkaði hér en á hinum Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Ég er leiðinlegri en betur lesin

Nína Richter skrifar: Ég er leiðinlegri en betur lesin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar