fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Eyjan

Borgartúnið á tíma fátækrahverfisins Höfðaborgar

Egill Helgason
Laugardaginn 3. desember 2016 22:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er ekki svo ýkja langt síðan, en þarna er gata í Reykjavík sem er gerbreytt. Við sjáum að Hallgrímskirkjuturn er risinn, bifreiðin fremst á myndinni er Ford Bronco – það þóttu flottustu jepparnir á sínum tíma. Þetta myndi vera á fyrrihluta áttunda áratugarins, turn kirkjunnar var kláraður 1974.

Gatan er Borgartún sem síðar var einhvers konar city Reykjavíkur, eða átti að verða það – Borgartúnið er mjög sérkennilegt þar sem standa hús úr gleri og stáli innan um flæmi bílastæða. Hilmar Þór Björnsson arkitekt bendir á það í pistli hér á Eyjunni að samgöngumannvirki hafi tekið 48 prósent af borgarlandinu árið 2004. Það er ógnvænleg tala og í raun ekki hægt annað en að reyna að þétta byggðina af megni.

En á þessum tíma var öðruvísi um að litast í Borgartúni. Þarna eru ljósastaurar úr timbri, en húsin meðfram götunni tilheyra Höfðaborginni. Þetta var bráðabirgðahúsnæði sem var hróflað upp í stríðinu til að ráða bót á miklum húsnæðisskorti. Húsin voru léleg, það gnauðaði í gegn og það voru engir grunnar undir þeim þannig að gólfkuldi var mikill.

Myndin er líklega tekin rétt áður en Höfðaborgin var rifin, en það gerðist 1974. Hún var fátækrahverfi í ört vaxandi borg. Á Wikipediu má lesa eftirfarandi setningu:

Höfðaborgin, Pólarnir við suðurenda Laufásvegar og Selbúðirnar voru öreigabyggðir Reykjavíkur.

Sjálfur man ég eftir Höfðaborginni og Selbúðunum, en Pólarnir eru fyrir mína tíð. Áðurnefndur Hilmar Þór Björnsson skrifaði um þá fyrir nokkrum árum og birti magnaðar myndir af þeim úr safni Vigfúsar Sigurgeirssonar.

 

14908170_10208466302231394_7188104340307682395_n

 

Ljósmyndina af Höfðaborginni setti Snorri Þorvaldsson á vefinn Gamlar ljósmyndir og gaf mér leyfi til að birta hana.

Fyrir fáum árum gaf Björg Guðrún Gísladóttir út bókina Hljóðin í nóttinni, en þar sagði hún meðal annars frá uppvexti sínum í Höfðaborginni. Hér er viðtal við Björgu úr Kiljunni frá því í mars 2014.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Glódís er leikfær
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum
Lögregla rúin trausti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur segir elda loga í Sjálfstæðisflokknum – „Hvenær sýður upp úr?“

Össur segir elda loga í Sjálfstæðisflokknum – „Hvenær sýður upp úr?“