fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Eyjan

Hættið á samfélagsmiðlum – ferill ykkar getur verið í húfi

Egill Helgason
Þriðjudaginn 22. nóvember 2016 21:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lífið á samfélagsmiðlum er grunnfærið og það dregur úr samfélagslegri virkni. En það getur líka skaðað starfsferil fólks, ef marka má grein sem tölvufræðingurinn Cal Newport skrifar á vef New York Times.

Það er mjög útbreidd krafa að fólk sýni stöðuga virkni á samfélagsmiðlunum, því þar séu tækifærin og tengingarnar. Sé maður ekki á samfélagsmiðlum sé hætta á því að maður sé ósýnilegur. Hjá sumum er þetta næstum eins og kvöð um að vera eins manns fjölmiðill, sífellt að uppfæra.

Newport segir að þetta sé mikill misskilningur. Markaðurinn í kapítalísku samfélagi veiti umbun fyrir það sem er einstakt og dýrmætt. Það sé alls ekki hægt að segja um samfélagsmiðlana. Hver einasti unglingur með snjallsíma geti dreift grein á netinu eða búið til hashtag.

Að ímynda sér að með því að sinna þessari þarflitlu iðju af miklu kappi verði til eitthvað mikilsvert hljóti að vera hrein blekking.

Eitt viðkvæðið sé að þetta geti þó ekki skaðað, segir Newport. En hann er ekki sammála. Hann segir að mikilvægur eiginleiki í flóknu þjóðfélagi sé að geta einbeitt sér að einhverju, ná hæfni á einhverju sviði. Samfélagsmiðlarnir veiki þessa hæfileika – enda séu þeir hannaðir til að vera ávanabindandi. Þeim mun meira sem maður noti samskiptamiðla, þeim mun örvun þurfi hugurinn – og þeim mun meira hræðist hann hvern ávæning af leiðindum.

Samskiptamiðlarnir aftri þannig fólki frá því að vinna störf og skapa hluti sem skipta máli. Setjið niður símann, lokið netvafranum og farið að gera eitthvað almennilegt, segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sérstakur fulltrúi Valhallar sendur til að anda ofan í hálsmál ritstjórnarinnar

Reynir Traustason: Sérstakur fulltrúi Valhallar sendur til að anda ofan í hálsmál ritstjórnarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg