fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Eyjan

Þegar ég sá Palla Steingríms fyrst

Egill Helgason
Laugardaginn 12. nóvember 2016 22:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég á minningu um Pál Steingrímsson sem mér er kær. Þessi mikli kappi, kvikmyndagerðarmaður og ferðalangur er látinn, 86 ára að aldri.

Þetta var í höfninni í Vestmannaeyjum sumarið 1974. Ég var strákur að vinna þar í fiski. Einn daginn var ég staddur úti á bryggju á góðviðrisdegi. Þar kemur gúmmíbátur að. Upp úr honum stígur hávaxinn maður með myndarlegt yfirvaraskegg.

Þetta var Páll Steingrímsson og þetta var í fyrsta skipti sem ég sá hann. Það var eins og við manninn mælt að hýrnaði yfir allri höfninni. Hann steig upp úr bátnum, glaður og reifur, heilsaði til vinstri og hægri, menn tóku hróðugir undir kveðju hans. Fólkinu þótti gaman að þekkja Pál og hann naut virðingar, fann ég.

Ég vissi ekki hvaða maður þetta var fyrr en mér, drengstaulanum, var sagt það. Síðan er  þetta mér ógleymanlegt. Nefndi það einhvern tíma við Palla. Hann mundi þetta náttúrlega ekki, það var enda svona sem tilveran lék við hann.

 

007_r

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Kerfislega mikilvægt fyrirtæki í vanda

Kerfislega mikilvægt fyrirtæki í vanda