fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Fjölbreytni og frelsi, samhjálp og jafnrétti

Egill Helgason
Mánudaginn 1. ágúst 2016 19:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Th. Jóhannesson, nýr forseti, flutti prýðilega ræðu við innsetningu sína í dag. Í rauninni sætir þessi ræða tíðindum, markar nýja tíma hjá forsetaembættinu. Hún er flutt þannig að maður leggur við eyru. Hún var blátt áfram og laus við hátignarbrag og yfirlæti. Nútímaleg og ber vott um frjálslyndi.

Í ræðunni segir hann reyndar að forseti ætti að stuðla að einingu, hann eigi að bera virðingu fyrir skoðunum annarra, „ekki setja sig á háan hest“. Það þýði samt að ekki að hann verði mállaus á forsetastóli, „megi ekki mæla“.

En svo ræddi Guðni um gildi sem við þyrftum að standa saman um, „fjölbreytni og frelsi, samhjálp og jafnrétti,“ eru orðin sem hann notaði. Má segja að Guðni hafi tekið afdráttarlaust stöðu með frjálslyndum viðhorfum í heitum deilumálum samtímans.

Sagnfræðingurinn Guðni tók fyrir gömlu söguna sem var sögð á býsna einsleitan hátt, söguna út frá sjónarhóli sjálfstæðisbaráttunnar. Hann hvatti áheyrendur til að muna hversu sagan er í raun margslungin, hversu tengslin við útlönd voru í raun mikil. Og hann benti á að einsleitnin væri heldur ekki jafn mikil og fyrrum:

Við játum ólík trúarbrögð, stöndum sum utan trúfélaga, við erum ólík á hörund, við getum heitið erlendum eiginnöfnum, þúsundir íbúa þessa lands eiga sér erlendan uppruna og tala litla eða enga íslensku en láta samt gott af sér leiða hér. Við lifum tíma fjölbreytni og megi þeir halda áfram þannig að hver og einn geti rækt sín sérkenni, látið eigin drauma rætast en fundið skjól og styrk í samfélagi manna og réttarríki hér á landi.

Guðni talaði líka um að „bæta mætti hag margra á Íslandi“, hann nefndi að heilbrigðisþjónustuna þyrfti að bæta, hennar ættu allir að njóta jafnt, það þyrfti að vinna ötullegar í að jafna rétt kynjanna og byggja upp menntakerfi þar sem allir geti fundið sér farveg „án þess að fjárhagur hamli för“.

Það vekur líka athygli að í ræðunni (þar sem Guðni notaði fyrstu persónu en ekki þriðju eins og Ólafi Ragnari hefur verið svo tamt) talaði Guðni um kosningar sem yrðu í haust – „þegar við kjósum nýtt þing í haust“ voru hans óbreytt orð.

Nýr forseti Íslands telur semsagt öruggt að kosningar séu á næsta leiti – það hlýtur að teljast líklegt að stjórnmálaforingjar sem hann hefur rætt við hafi fullvissað hann um það. Varla verður því breytt úr þessu. Guðni hvatti stjórnmálamenn til að „vinna saman, finna lausnir, sýna sanngirni“.

 

Screen Shot 2016-08-01 at 19.15.19

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann