fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Eyjan

Forseti til varnar fulltrúalýðræðinu – varar við þjóðaratkvæðagreiðslum

Egill Helgason
Miðvikudaginn 20. júlí 2016 18:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joachim Gauck, forseti Þýskalands, lýsir yfir miklu efasemdum um þjóðaratkvæðagreiðslur sem aðferð til að leiða mál til lykta. Þetta kemur fram í frétt á vef dagblaðsins Die Zeit. Gauck segist hafa verið mjög hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslum þegar hann hóf stjórnmálaferil sinn fyrir mörgum árum, en reynslan hafi breytt viðhorfum hans.

Það eru ýmis mál þar sem einföld svör eins og já og nei duga ekki, segir forsetinn. Oft þarf að finna erfiðar málamiðlanir sem ekki hentar að leggja í dóm kjósenda með þessum hætti.

Gauck segir að þegar málefni sveitarststjórna og héraða eiga í hlut geti atkvæðagreiðslur af þessu tagi átt betur við, en hann tekur fram:

Á landsvísu er fulltrúalýðræðið þrátt fyrir allt besta svarið við flóknum álitamálum samtímans.

Gauck nýtur mikillar virðingar. Hann er fyrrverandi prestur sem tók þátt í baráttunni gegn stjórn kommúnista í Austur-Þýskalandi. Faðir hans dvaldi í hinu sovéska gúlagi. Mikil samstaða var um kjör hans sem forseta árið 2012. Hann segist ekki ætla að bjóða sig fram aftur.

Í viðtalinu varar Gauck við því að Bretum verði refsað fyrir þá ákvörðun að ganga úr Evrópusambandinu. Hann segir að það gefi ekki góð skilaboð inn í framtíðina og muni einungis sýna veikleika af hálfu ESB. Það þýði ekki að leika hlutverk hins móðgaða.

Gauck er einnig spurður út í baráttuna gegn hryðjuverkum og segir að þar verði Evrópa að standa saman, á því sviði þurfi meiri samvinnu. En hryðjuverkin megi ekki leiða til þess að við fórnum lífsháttum okkar.

Það kemur alls ekki ekki til greina að breyta gildum okkar, eins og frelsi, mannréttindum, réttarríkinu og hinu frjálslynda lífsviðhorfi.

 

joachim-gauck-gross

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Lögregla rúin trausti

Lögregla rúin trausti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar sakar Jón um að tala niður til þjóðarinnar og Jón minnir á söguna um litlu gulu hænuna

Ragnar sakar Jón um að tala niður til þjóðarinnar og Jón minnir á söguna um litlu gulu hænuna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að flensa afturendann

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að flensa afturendann