fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Eyjan

Vont fyrir ímyndina?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 13. apríl 2016 10:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hafa atburðir síðustu vikna slæm áhrif á álit Íslands erlendis?

Það er ekki víst. Ísland hefur verið í heimsfréttum í þriðja skiptið á innan við áratug. Fyrst var það hrunið, svo var það Eyjafjallajökull, nú aflandsmál.

Á þessum tíma hefur ferðamannastraumur til Íslands vaxið í stökkum. Virðist mega búast við sprengingu í sumar. Spurning við ráðum yfirleitt við hana.

Erlendis er útbreidd skoðun að Íslendingar hafi tekið manna best á óförum fjármálakerfisins 2008. Þeir hafi rekið ríkisstjórn frá völdum, réttað yfir bankamönnum – og meira að segja forsætisráðherra – og ekki látið almenning taka á sig bankaskuldir.

Þetta er ekki allt nákvæmt, fjarri því, en á ferðalögum fær maður klapp á bakið fyrir framgöngu Íslendinga eftir hrun. Í mótmælum á Spáni og í Grikklandi hafa meira að segja sést íslenskir fánar.

Nú kemur upp hið alþjóðlega hneyksli varðandi Panamaskjölin? Fáum dögum eftir birtingu þeirra eru Íslendingar búnir að setja af forsætisráðherra sem tengist þeim.

Er þetta endilega vont fyrir ímynd þjóðarinnar í útlöndum?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk