fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Eyjan

Stjórnmálakreppa

Egill Helgason
Miðvikudaginn 6. apríl 2016 08:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er tímanna tákn þegar formaður Sjálfstæðisflokksins treystir sér ekki til að sækjast eftir embætti forsætisráðherra.

Sjálfstæðismenn hafa aldrei verið hræddir við völd.

En hann veit að ef hann verður forsætisráðherra verður hann enn berskjaldaðri, svo er staða hans veik.

Það ríkir algjör stjórnmálakreppa í landinu. Lausnin sem var boðið upp á í gær, með Sigurð Inga Jóhannsson sem forsætisráðherra, er ekki að skora hátt.

Æfingarnar í stjórnarráðinu í gærkvöldi, þegar erlendum fjölmiðlum var tilkynnt að Sigmundur Davíð ætlaði bara að fara frá tímabundið grafa mjög undan henni.

Skoðanakannanir sem birtast í morgun eru mjög afdráttarlausar. 81 prósent er hlynnt afsögn Sigmundar, 69 prósent vilja að Bjarni Benediktsson og 63 prósent að Ólöf Nordal segi af sér, fylgi ríkisstjórnarflokkanna er mjög lítið, þeir hafa samanlagt innan við 30 prósenta fylgi, meðan Píratar fara með himinskautum upp í 42 prósent.

En hinir stjórnarandstöðuflokkarnir bæta varla við sig fylgi. Það er alveg sama hvernig hneykslismálum framvindur; löngunin til að kjósa þá er afar lítil.

Þetta er mjög snúin staða til að vinna úr. Það getur svosem vel verið að haldinn verði ríkisráðsfundur þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson tilkynnir hið nýja ráðuneyti sitt en flokkarnir eru að öðru leyti með óbreytt ráðherralið. Sú kenning er uppi að þar yrði Sigmundur Davíð „aftursætisbílstjóri“ sem áframhaldandi formaður Framsóknarflokksins. Flokkarnir gætu líka ákveðið að stokka upp í ráðherraliði til að gefa aðeins frísklegra yfirbragð – en það breytir varla miklu.

Svona stjórn er varla á vetur setjandi – hún gæti fallið undan þunga fleiri uppljóstrana úr Panamaskjölum. Kosningar verða æ líklegri, en flokkarnir eru sérlega lítt undirbúnir undir þær enda benti ekkert til annars fyrir fáum vikum en að stjórn Sigmundar Davíðs væri traust og myndi sitja út allt kjörtímabilið.

Píratar þurfa að manna sína framboðslista, ef þeir fá fylgi í samræmi við skoðanakananir nú þurfa þeir að finna að minnsta kosti  30 frambærilega einstaklinga sem er hægt að bjóða fram í þingkosningum. Og hinir flokkarnir eiga ekki annarra kosta völ sýnist manni en að fara í gagngera endurnýjun á þingmannaliði sínu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um breytingar og hitt sem ekki breytist

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um breytingar og hitt sem ekki breytist
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið