fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Eyjan

Fjárhagslegt óhæði – eða hvað?

Egill Helgason
Laugardaginn 2. apríl 2016 11:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt af því sem hver lepur nú upp eftir öðrum hér á Íslandi og heyrist líka í erlendum stjórnmálum, til að mynda í tengslum við framboð Donalds Trump, hljómar svona.

Það getur verið kostur að stjórnmálamenn séu efnaðir því þá eru minni líkur á því að hægt sé að hafa áhrif á þá… Fjársterkur einstaklingur sem fer í stjórnmál er ekki fjárhagslega háður öðrum. Minni líkur eru á því að hægt sé að hafa áhrif á viðkomandi með styrkjum eða gjöfum.

Þetta er úr leiðara Fréttablaðsins í dag.

Kenningin er semsagt sú að þeir sem eru ríkir eigi að vera sterkari á siðferðissvellinu en aðrir. Þeir sem eru blankir muni eiga erfiðara með siðferðið – þá sé auðveldlega hægt að leiða í freistni.

Þarna er komin réttlæting fyrir auðræði, því sem alþjóðlega heitir oligarkí. Eitt af því sem gleymist reyndar eru stéttarhagsmunir – í Bandaríkjunum þar sem stjórnmálin eru gegnsýrð af peningum virðist ómögulegt að snúa við þeirri þróun að smár hópur auðmanna verði stöðugt ríkari.

Og hér á Íslandi bukta stjórnmálamenn sig og beygja fyrir til dæmis kvótahöfum, þeim sem í raun sitja að mestum auði á Íslandi – nýverandi ríkisstjórn, hvers forystumenn eru ekki „fjárhagslega háðir öðrum“, virðist sérstaklega liðleg í þeirra garð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um breytingar og hitt sem ekki breytist

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um breytingar og hitt sem ekki breytist
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið