fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Eyjan

Hin hæfileikaríka María

Egill Helgason
Mánudaginn 21. mars 2016 10:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

fr_20160320_034940-1Vinkona mín og samstarfskona, María Helga Guðmundsdóttir, vann gull- og brons á opna sænska meistaramótinu í karate nú um helgina eins og lesa má í þessari frétt.

María er einstök hæfileikamanneskja. Hún er menntuð í jarðfræði- og umhverfisvísindum í Stanford-háskóla í Bandaríkjunum.

En hún vinnur líka fyrir sér sem þýðandi og kom Vesturfaraþáttunum mínum á ensku – undir heitinu Westward Bound.

Ég var fjarskalega ánægður þegar hún sendi mér textana á þáttunum, þetta var svo vel gert hjá henni og málfarið svo lifandi. Og það var hvergi að finna neina villu.

Svo kom að kvæðunum – þau eru ótæpilega notuð í þáttunum. Í sumum tilvikum fundum við ekki enskar þýðingar á kvæðum sem voru ort á íslensku ellegar þær hentuðu ekki.

Þá tók María – sem er 28 ára – sig til og snaraði kvæðunum bara sjálf. Gerði það ótrúlega vel og hratt. Þá var ég orðinn fullur aðdáunar. Við notuðum svo eina af þýðingunum hennar í bæklingnum sem fylgdi með útgáfunni.

Þetta er kvæði sem var flutt í lok þáttarinnar, þegar við vorum komin út að Kyrrahafi, þarna veltir Stephan G. Stephansson fyrir sér þeirri blöndu þjóða –mósaík er það stundum kallað – sem myndar Kanada.

 

IMG_7297

Það var Sigurður Bragason, annar góður samstarfsmaður á RÚV, sem hannaði bæklinginn.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um breytingar og hitt sem ekki breytist

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um breytingar og hitt sem ekki breytist
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið