fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Eyjan

Dagur stórra bréfa – erum við að verða heimskari?

Egill Helgason
Föstudaginn 18. mars 2016 12:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er dagurinn þegar gengur á með bréfaskriftum.

Sigmundur Davíð skrifar á vefsíðu sína og heldur fast við þann málflutning að umræða um Tortólapeningar séu árás á konu hans. Þetta hefur verið viðkvæðið hjá Framsóknarmönnum síðan þeir stukku til og komu sjálfir upp um málið – áður en fjölmiðlar næðu að fjalla um það á sínum eigin forsendum. Sigmundur talar um „fórnfýsi og heiðarleika“ konu sinnar – en kannski er það ekki alveg um það sem ræðir hér.

Hann segir lika að konan sín sé ekki „hrægammur“. Það er orð sem var mjög frjálslega notað á sínum tíma. Það á varla við hérna, en þetta er samt mál sem veikir forsætisráðherrann pólitískt – og var hann þó veiklaður fyrir. Þar kemur bæði til sá grunur sem vaknar að hjónin vilji ekki deila kjörum með íslensku þjóðinni sem situr uppi með gjaldmiðlinn krónu sem Sigmundur hefur mært svo mjög, býr við mikinn efnahagslegan óstöðugleika – er þá eftir allt betra að hafa sitt á Tortóla? – og eins eru þarna hagsmunatengsl vegna krafna í íslenska banka sem hefðu þurft að koma fram á sínum tíma.

Margir bandamenn Sigmundar úr baráttunni eftir fall bankanna eru undrandi yfir þessu og sárir út í hann.

Það er ekki til vestrænt ríki þar sem svona uppjóstrun hefði ekki orðið fréttamál. Það er fráleitt að ímynda sér annað.

Kári Stefánsson skrifar bréf í Fréttablaðið – um Sigmund Davíð. Það er líklega rétt hjá framsóknarþingmanninum sem segir að Sigmundur eigi ekki að svara, eiginlega er það hollráð. Kári veður úr einu í annað, reynir að sparka eins fast og hann mögulega getur. Mætti jafnvel segja að þetta sé það sem á ensku kallast rant. Andstæðingar Sigmundar gleðjast hins vegar óskaplega, þeir eru fjölmargir og deila greininni fagnandi á Facebook.

Það fór reyndar lítið fyrir því að um daginn lýsti Kári því yfir að Íslendingar séu að verða vitlausari. Hann sagði að Íslensk erfðagreining stæði í mikilli rannsókn þar sem væri sýnt fram á þetta. Ástæðan væri sú að menntað fólk, les yfirstéttin, eignaðist færri börn, en ómenntaða fólkið, les lágstéttin, eignaðist fleiri börn.

Semsagt vitleysingarnir væru að taka yfir.

Það verður gaman að sjá þegar þessi rannsókn birtist, hver aðferðafræðin er og hvernig tekst að mæla heimskuna – þá ekki síst í samanburði við fyrri kynslóðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um breytingar og hitt sem ekki breytist

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um breytingar og hitt sem ekki breytist
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið