fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Eyjan

Erlingur málar Torfuna – viðhorfsbreytingin í garð gamalla húsa

Egill Helgason
Laugardaginn 12. mars 2016 23:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef hægt er að tala um einn einstakan atburð sem markaði tímamót í baráttunni fyrir verndun gamalla og húsa og borgarumhverfis, þá er það þegar hópur fólks tók sig til og málaði Bernhöftstorfuna einn góðviðrisdag vorið 1973. Húsalengjan var þá fjarskalega illa farin og hafði verið dæmd til niðurrifs. Yfirvöld voru afhuga verndun hennar.  (Um hlut Richards Nixons í þessu fjöllum við Pétur H. Ármannsson í sjónvarpsþáttum sem eru væntanlegir og nefnast Steinsteypuöldin.)

Hér er ljósmynd frá þessum atburði. Þarna má sjá Erling Gíslason leikara í stiga við máningarstörf, með hvíta húfu á höfði. Erlingur lést fyrr í vikunni, það var sonur hans Benedikt sem setti myndina á Facebook.

 

12819390_10154078269898945_3999956868904168703_o

 

Eftir að Berhöftstorfan hafði verið máluð vöknuðu efasemdir um niðurrif húsa. Grjótaþorpinu var mestanpart bjargað. Á miklu bifreiðaskipulagi frá sjöunda áratugnum var gert ráð fyrir að hérumbil öll timburhús myndu víkja.

Við sjáum efasemdirnar sem hafa allt í einu vaknað í þessari frétt Vísis frá 26. júní 1973. Þarna er strax komið nýtt hljóð í strokkinn, meira að segja hjá hinu fremur íhaldssama síðdegisblaði. Það er talað um að gömul hús birtist hvert af öðru í nýjum skrúða og að borgaryfirvöld hafi hafið endurskoðun á áformum sínum um að rífa hús. Þar er nefnd húsasamstæða við Lækjartorg.

En því miður náði viðhorfsbreytingin ekki svo langt þetta sumar. Húsin við norðanverða Lækjargötu viku flest og nú stendur til að rísi þar stórbyggingar sem eru saman nefndar Hafnartorg.

 

Screen Shot 2016-03-12 at 23.02.50

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Þegar kærastar urðu asnalegir

Nína Richter skrifar: Þegar kærastar urðu asnalegir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna