fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Eyjan

Að soga upp allt fémætt

Egill Helgason
Mánudaginn 7. mars 2016 15:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Símagjörningurinn, Borgunarsalan og nú ránið úr bótasjóðum tryggingarfélaganna ber vott um óvenju næman skilning græðgisafla á því hvar er að finna verðmæti sem hægt er að soga upp.

Þetta er auðfenginn gróði. Maður þarf ekki að skapa neitt til að ná í hann, ekki gera neitt gagn – bara vera dálítið naskur á hvar bestu dílana er að finna og nógu ófyrirleitinn til að láta sér standa á sama um almenningsálitið.

Þetta var svona líka fyrir hrun. Þá voru starfandi eignarhaldsfélög á borð við Exista og FL-group sem reyndu að soga til sín allt sem var hægt að finna fémætt í íslensku samfélagi – það var farið í hverja matarholu, tilgangurinn var að umbreyta öllu í brask.

Maður hélt að við hefðum lært lexíu – og kannski stjórnvöld og eftirlitsstofnanir líka. En svo er ekki. Fjármálaeftirlitið er alveg jafn ráðalaust og var fyrir hrunið.

Svar FME vegna tryggingafélagahneykslisins er einfaldlega – þið getið reynt að fara með viðskiptin ykkar annað!

En hvert þá? Við þyrftum eiginlega að fá leiðbeiningar um það frá FME.

Þá má ekki gleyma því að tryggingastarfsemi er ekki eins og hver annar bisness, nei, allir borgarar sem eiga einhverjar eignir eru beinlínis skyldaðir til að leggja fé inn í tryggingafélög. Það eru heldur engar smáfjárhæðir. Samfélagsleg ábyrgð tryggingafélaga ætti auðvitað að vera í samræmi við það, en samkvæmt FME eru þau bara eins og hver önnur hlutafélög.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum