fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Eyjan

„Svona verða endalok vestursins“

Egill Helgason
Sunnudaginn 6. mars 2016 10:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru aldeilis góðar fréttir eða hitt þó heldur að Ted Cruz sé talinn eini frambjóðandinn sem geti stöðvað Donald Trump repúblikanamegin. Sannleikurinn er að Cruz er litlu skárri en Trump. Meðal þess sem Cruz boðar eru sprengjuárásir sem geta ekki talist annað en stríðsglæpir.

Dálkahöfundurinn Anne Applebaum er afar svartsýn í grein sem lesa má á vefnum Slate. Eða kannski er réttara að segja að hún setji upp möguleika á því hversu illa getur farið miðað við núverandi stjórnmálaástand á Vesturlöndum. Fyrirsögnin er: „Svona verða endalok vestursins.“

Applebaum, sem er bandarísk, sérfræðingur um sögu Austur-Evrópu, og eiginkona Radeks Sikorskis, fyrrverandi utanríkisráðherra Póllands, segir að við gætum verið aðeins örfáum kosningum frá því að hið frjálslynda vestræna samfélag líði undir lok og að stofnanir þess brotni niður. Hún segist ekki muna tíma þegar jafnmikil ógn steðjaði að því.

Í Bandaríkjunum höfum við Donald Trump, frambjóðanda sem boði nauðungarflutninga á fólki, mismunun vegna trúarbragða og pyntingar. Hann er fullur fyrirlitningar í garð Nató og samstarfs vestrænna þjóða. Hann sækir í félagsskap harðstjóra frekar en lýðræðissinna, Trump og Vladimir Pútín hafa mært hvor annan.

Verður Trump forseti? Kannski ekki. En það er möguleiki að framboð Hillary Clinton rati í ógöngur. Framrás Trumps sýnir hvað er erfitt að lesa hug kjósenda. Stjórnmál eru núorðið eins og skemmtiefni í sjónvarpi, þar er varla að finna neina umræðu um heimsmál eða utanríkismál, og varla neitt gert til að skýra flókin málefni fyrir áhorfendum. Auðveldara er að ná í gegn með því að hrópa um að alþjóðasamstarf kosti peninga en að skýra út kostina við það.

Í Frakklandi eru forsetakosningar á næsta ári. Þar er mjög líklegt að Marine Le Pen, foringi Þjóðfylkingarinnar, komist í aðra umferð. Le Pen segist ætla að ganga úr ESB og Nató. Hún er í sérstöku sambandi við Rússa, líkt og Trump. Rússar eru meira að segja að borga fyrir kosningabaráttu hennar. Vinstri flokkarnir og hófsamir hægrimenn munu líklega ná saman um að stöðva Le Pen í seinni umferð forsetakosninga, en ýmislegt getur gerst. Hvað ef andstæðingur hennar í kosningum lendir í hneykslismáli – eða ef hryðjuverkamenn ná að gera stórárás á París?

Í Bretlandi eru kosningar í júní um útgöngu úr Evrópusambandinu. Það er ómögulegt að segja til um niðurstöðuna. En ef Bretland yfirgefur ESB verður það fordæmi fyrir aðrar þjóðir. Orbán, forseti Ungverjalands, hefur talað um að gefa ESB upp á bátinn og mynda fremur bandalag með Rússlandi.

Applebaum nefnir að ef efnahagslegar afleiðingar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu verði slæmar sé eini valkosturinn fyrir kjósendur Verkamannaflokkur Jeremys Corbyn sem hafi færst mjög til vinstri og þar sem andúð á Bandaríkjunum sé mjög sterk.

Í lok greinarinnar segir hún að samvinna Vesturlanda og sameiginlegt efnahagsrými hafi skapað meira en hálfa öld af pólitískum stöðugleika, velmegun og frelsi, bæði í Evrópu og Bandaríkjunun. Við höfum látið eins og þetta sé sjálfsagt mál – en það getur allt horfið.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum