fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Eyjan

Hvað veit Viðskiptaráð?

Egill Helgason
Föstudaginn 26. febrúar 2016 20:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðskiptaráð er fyrirbæri sem hættir seint að koma manni á óvart. Ekki síst fyrir hvað það er óforskammað.

Framgöngu Viðskiptaráðs frá því fyrir hrun þarf ekki að rifja upp. Nægir að rifja upp að það lét skrifa skýrslur um að allt væri í blóma í íslensku viðskiptalífi, þegar sannleikurinn var sá að allt var að hruni komið.

Í dag sendir Viðskiptaráð frá sér yfirlýsingu þar sem er fagnað sameiningu Þjóðminjasafns Íslands og Minjastofnunar.

En hvaða vit hafa forsvarsmenn Viðskiptaráðs á þessu? Hvað vita þeir um safnamál? Hvaða þekkingu hafa þeir á fornleifarannsóknum eða minjavernd?

Viðskiptaráð hefur líka ályktað að rétt sé að sameina eftirfarandi söfn:

Lista­safn Ein­ars Jóns­son­ar, Lista­safn Íslands, Nátt­úru­m­inja­safn Íslands, Hljóðbóka­safn Íslands, Kvik­mynda­safn Íslands, Lands­bóka­safn Íslands og Þjóðskjala­safn Íslands.

Aftur spyr maður, hvaða þekking býr þarna að baki? Hvaða athugun? Hvaða menningarlegi bakgrunnur? Eða er þetta kannski ekki annað en dæmi um viðskiptafræðinga sem færa til tölur í excel-skjölum?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum