fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Eyjan

Sundlaugar og stórbyggingar

Egill Helgason
Fimmtudaginn 31. mars 2016 22:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Smávegis um sundlaugar og stórhýsi í tveimur höfuðborgum.

Á 19. öld byggðu Rússar stærstu dómkirkju í ríkinu á bökkum Moskvufljóts. Kirkjan var reist til að fagna sigrinum í Napóleonsstríðinu, en byggingin tók svo langan tíma að kirkjan var ekki vígð fyrr en 1883, við krýningu Alexanders III keisara.

Hún var mjög glæsileg, en sumum þótti íburðurinn svo mikill að kirkjan væri beinlínis ósmekkleg.

 

christ_the_saviour.jpg

 

Bolsévíkar voru ekki auðvitað ekki par hrifnir af þessu guðshúsi sem gnæfði yfir Moskvuborg, höfuðborg heimskommúnismans. 1931 var hún sprengd til grunna; það tók ár að hreinsa burt rústirnar.

Hugmyndin var að byggja þarna hæsta hús í heimi, Höll Sovétanna, með risastóra styttu af Lenín á toppnum.

Byggingin átti að líta svona út, hún var náttúrlega í lagkökustíl Stalínstímans.

 

648px-palace_of_soviets_-_perspectice.jpg

 

En Höll Sovétanna reis aldrei. Það var aðeins byrjað á verkinu 1937 en svo var því hætt.

Ástæðurnar voru tvær: Annars vegar voru ófriðartímar og Sovétmenn höfðu annað að hugsa en að byggja slíkt stórhýsi. Það þurfti líka að senda stóran hluta þjóðarinnar í Gúlagið.

Hins vegar kom í ljós að byggingin myndi vera of stór og þung til að jarðvegurinn gæti borið hana. Hún hefði einfaldlega runnið út í fljótið fyrir neðan.

Þarna var svo auð byggingalóð fram til 1958 þegar Krútsjof lét opna stærstu sundlaug í heimi í grunninum. Hún var einfaldlega kölluð Moskvulaugin og var mjög vinsæl meðal alþýðu manna.

.800px-schwimmbad_moskwa-1.jpg

 

Dómkirkjan var svo endurbyggð þarna á sama stað á tíma Jeltsíns, hún er stór sem fyrr, en líka dálítið ósmekkleg. Þeir sem þrá að fá keisaradæmið aftur eiga þarna samastað; þarna eru styttur af keisurunum Alexander II og Nikulási II og þarna hafa farið fram hyllingar á síðarnefnda keisaranum, þeim mikla ólánsmanni sem var myrtur ásamt fjölskyldu sinni austur í Síberíu.

Svona leit kirkjan út þegar ég kom til Moskvu fyrir nokkrum árum. Hún er dálítið eins og rjómaterta. Það læðist að manni sá grunur að sundlaugin hafi þrátt fyrir allt verið skárri en bæði kirkjan og kommahöllin.

 

Screen Shot 2016-03-31 at 23.36.47

 

En hvers vegna er ég að skrifa þetta, jú, ég hef einstaka sinnum lagt til að sett verði upp sundlaug í miðbænum í Reykjavík í stað þess að byggja enn einn steinsteypuklumpinn. Útisundlaugar eru jú eitt höfuðeinkenni Reykjavíkur og -prýði. Sundlaugin gæti verið allavegana. Hún gæti til dæmis verið á stöllum þannig að vatn renni niður eða með gervi-náttúrulegum svip eins og Bláa lónið. Það er allt hægt með smá hugviti.

Á köldum vetrardögum myndi gufuna leggja yfir bæinn og þetta yrði allt mjög ævintýralegt.

Vinur minn Árni Sveins birtir þessa mynd á Facebook í dag. Þarna er óvænt komin laug.

 

12472442_10154244571474674_1030877662606144254_n

 

Þar sem þessi óskapnaður á að rísa. Nema Sigmundi Davíð takist að fá þá til breyta.

 

fr_20160107_029942_2-3

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um breytingar og hitt sem ekki breytist

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um breytingar og hitt sem ekki breytist
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið