Meðal gesta í Kiljunni í kvöld eru Kristín Marja Baldursdóttir, Haraldur Bessason og Hrafn Jökulsson.
Krístín Marja hefur nýskeð sent frá sér bókina Óreiða á striga sem er framhald hinnar vinsælu sögu um Karitas. Haraldur rekur heillandi sögur af Íslendingum í nýja heiminum í bókinni Dagstund í Fort Garry, en Hrafn Jökulsson skoðar gömul minni, mannlíf og sjálfan sig norður í Ávík á Ströndum í bókinni Þar sem vegurinn endar.
Af öðrum gestum í þættinum má nefna Gerði Kristnýju, Gísla Sigurðsson og Sigurð G. Guðjónsson.
Páll Baldvin og Kolbrún fjalla meðal annars um bækur eftir Yrsu Sigurðardóttur, Þórunni Erlu Valdimarsdóttur og Óttar M. Norðfjörð.
Bragi er svo auðvitað á sínum stað.