fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Eyjan

Lækkað verð, meira úrval – eða þveröfugt?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 17. október 2007 14:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðunni barst þetta mjög svo málefnalega bréf um áfengisfrumvarpið nýja og sölufyrirkomulag á víni:

„Las pistil eftir þig á Eyjunni þar sem þú fjallar um þetta frumvarp sem verið er að leggja fram á Alþingi um afnám einkasölu ÁTVR á léttvíni og bjór og datt í hug að senda þér smá upplýsingar þar sem umræða um þetta hefur verið alveg einstaklega lítil og fátækleg.

Þetta er allt sett upp á frekar rómantískan máta, alveg frábært að geta keypt kjöt á grillið og rauðvín með því í sömu búðinni að ég tali ekki um allar „gourmet“ búðirnar sem eiga eftir að spretta upp þar sem afgreiðslumaðurinn er sérfræðingur í vínum og er með franska alpahúfu á kollinum í röndóttum bol.

Staðreyndir málsins eru þær að úrvalið á léttvíni í verslunum ÁTVR er mjög gott og eru td. 447 mismunandi söleiningar af rauðvíni, hvítvíni og freyðivíni til sölu í tveimur stærstu verslunum ÁTVR (Heiðrúnu og Kringlunni) sem eru samtals með um 25-30% af allri sölu í ÁTVR. Að sama skapi eru 111 mismunandi sölueiningar af bjór til sölu í þessum tveimur verslunum, en þetta er úrval sem maður getur alveg örugglega ekki reiknað með að verði á boðstólum í verslunum Hagkaupa, Nóatúns eða Bónus.

Álagning ÁTVR er 13% á léttvín og bjór og 6,85% á sterkt áfengi, einhvern veginn sér maður ekki í hendi sér að almennar verslanir komi til með að sætta sig við þessa álagningu þannig að ég held að það liggi fyrir að verð á áfengi komi til með að hækka, andstætt því sem fólk virðist almennt halda. Enda er lagt til í fylgiskjali með frumvarpinu að áfengisgjald verði lækkað um 50% í þremur áföngum fram til ársins 2008, væntanlega gert til þess að verslanir geti hækkað sína álagningu og étið upp lækkun áfengisgjaldsins.

Frumvarpið gerir ráð fyrir sölu á áfengi allt að 22% að styrkleika í verslunum, þetta þýðir að portvín, sherry og líkjörar verða til sölu í þessum verslunum, þannig að þetta frumvarp snýst ekki eingöngu um léttvín og bjór eins og talað er um.

Svo er það rúsínan í pylsuendanum, en það er lagt upp með það að ÁTVR verði í samkeppni við almennar verslanir, eitthvað sem yrði væntanlega kært til Samkeppnisstofnunar á fyrsta degi, enda er talað um í fylgiskjali með frumvarpinu hvað gæti fengist mikið fyrir eignir ÁTVR ef þær væru seldar, „Fjármunir sem fengjust með sölu eigna fyrirtækisins mundu nýtast ríkissjóði vel“. Af hverju að vera að minnast á þetta ef það stendur ekki til að leggja ÁTVR niður að öllu leyti?

Svo er reynt að réttlæta frumvarpið með því að benda á það að smygl hafi aukist á milli áranna 2002 og 2003, samtals a.m.k 350 lítra aukning en þetta jafngildir 29 bjórkössum í lítrum (24*50cl dósir)! Ef þetta er málið þá ættu menn að reyna að skoða allt heimabrugg sem fer fram með misjafnlega góðum árangri enda örugglega um að ræða meira magn en 350 lítra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin