fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Auðmenn og borgarskipulag

Egill Helgason
Fimmtudaginn 20. september 2007 09:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

eyfeld-eftir.jpg

Þessi skrif Örnu Schram bera vott um nokkra vanþekkingu. Peningar og þeir sem eiga þá hafa alltaf ráðið því hvernig borgir byggjast. London varð glæsileg vegna arðsins af nýlendustefnunni. New York var byggð af auðjöfrum eins og Rockefeller, Morgan og Carnegie. Halldór Laxness hélt því fram í Íslandsklukkunni að Kaupmannahöfn hefði byggst vegna Íslandsverslunarinnar. Líklega var það ekki satt. Rétt er hins vegar að það voru ríkir kaupmenn sem reistu borgina.

Reykjavík ber líka merki þessa. Glæsilegustu húsin í vesturbænum, við Öldugötu, Bárugötu, Ránargötu og Sólvallagötu voru byggð af skipstjórum sem urðu ríkir þegar tæknin hélt innreið sína í sjávarútveginn. Tjarnargatan var byggð af íslensku embættisstéttinni þegar hún leit fyrst ljós.

Nánast engum peningum hefur verið veitt í uppbyggingu í miðbænum síðustu áratugina. R-listinn virtist telja að hann ætti að fá að þróast sem skemmti- og listamannahverfi. Það er eðli slíkra hverfa að þau verði alltaf fátæktarleg. Því drabbaðist bærinn niður.

Nú virðast aðrir og betri tímar vera framundan.

Það er í raun eðlilegt að þegar landið eignast alvöru auðjöfra að þeir skuli setja mark sitt á miðbæinn. Maður verður bara að vona að þeir geri það af alvöru myndarskap og hafi vit á að kalla til góða ráðgjafa. Sumir hinna nýríku hafa leitað í Borgartúnið – eða jafnvel Smárann. Björgólfur sýnir miðborginni ræktarsemi.

Það er fagnaðarefni svo notað sé orðalag af fjölmiðli sem Arna vann lengi hjá.

upp-vitastig.jpg

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið