fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Heimóttarskapur?

Egill Helgason
Mánudaginn 17. september 2007 12:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans, talar í Morgunblaðsfrétt um að nauðsynlegt gæti reynst að nota enskuna sem „vinnumál“ í íslenskum bönkum.

Þá munu bankarnir starfa á erlendri tungu og með erlendan gjaldmiðil. Ég hef raunar verið tregur við að setja samasemmerki milli væntanlegs brotthvarfs krónunnar og þess að íslensk tunga verði lögð niður. Held það skipti ekki miklu máli fyrir sjálfstæði þjóðarinnar hvers konar gjaldmiðill er notaður til viðmiðunar þegar reiknaðar eru saman kortafærslur Íslendinga.

En kannski hef ég rangt fyrir mér. Kannski stafar okkur raunveruleg hætta af málfeigðarsinnunum eins og sá mikli spekingur Stefán Snævarr kallar þá?

Eða kannski ekki? Bankastjórinn lét þessi ummæli falla á fundi í Dublin þar sem sátu einhverjir fjármálagúrúar. Minnir dálítið á sveitamann sem kemur í bæinn og ætlar að leika stórlax. Máski er Írland heldur ekki heppilegasti staðurinn til að segja svona.

Írar glutruðu niður tungu sinni, dauðsjá eftir því, og hafa verið að reyna að blása aftur lífi í hana síðustu öldina. Með litlum árangri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann