fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Björn hallast að valgerðarismanum

Egill Helgason
Föstudaginn 14. september 2007 16:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

76-220.jpg

Ég hef verið að halda því fram hér á síðunni að sjálfstæðismenn séu smátt og smátt að gera sér grein fyrir því að krónan sé ekki lengur nothæf – að það sé að verða viðhorfsbreyting í flokknum. Í þessu tilliti var ráðstefna Rannsóknarstofnunar um efnahagsmál sem haldin var nýskeð mjög mikilvæg. Þar hlustuðu hugmyndafræðingar úr Sjálfstæðisflokknum á erindi þar sem því var haldið fram að Íslendingar gætu tekið upp evruna án þess að ganga í Evrópubandalagið.

Margt bendir til þess að þessi stefna verði lendingin innan Sjálfstæðisflokksins – að minnsta kosti tímabundið. Ég skemmti mér við að kalla þetta valgerðarisma – Valgerður Sverrisdóttir setti fram svona hugmyndir en þá heyrðust miklar hneykslunarraddir úr Sjálfstæðisflokknum.

Í grein sem birtist í nýjasta hefti hins merka tímarits Þjóðmála má sjá að Björn Bjarnason er alvarlega að spekúlera í þessum hugmyndum. Hann segir:

„Eftir að hafa hlustað á erindi þessara þriggja erlendu ræðumanna, var öllum áheyrendum þeirra ljóst, að ekkert væri, að þeirra mati, því til fyrirstöðu, að íslenska krónan hyrfi úr umferð og Íslendingar tækju upp aðra mynt, ef þeir sjálfir kysu – í raun þyrfti hvorki að spyrja kóng né prest utan Íslands.“

Og ennfremur segir Björn – og virðist bara vera furðu sammála því sem Björgvin G. Sigurðarson viðskiptaráðherra hefur verið að segja:

„Fyrir stjórnvöld er spurningin þessi: Ætla þau að láta viðskiptalífið og fyrirtæki, sem starfa að mestu erlendis leiða umræðuna um gjaldmiðilinn eða hafa þar sjálf forystu? Því má ekki gleyma, að þessi fyrirtæki uxu úr grasi í skjóli krónunnar.

Inntak umræðna um evru mun breytast eftir ráðstefnu RSE. Nýjasta goðsögnin um nauðsyn aðildar aðildar að Evrópusambandinu er horfin. Málsvarar ESB-aðildar geta ekki lengur notað evruna sem gulrót.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins