fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Mikið – vill meira

Egill Helgason
Laugardaginn 28. júlí 2007 14:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kaupþing hækkar vexti á húsnæðislánum. Þeir verða 5,95 prósent – sem er rosalega mikið fyrir fólkið sem þarf að borga af slíku láni. En bankann munar kannski ekki mikið um það.

Röksemdafærslan er svohljóðandi:

“Vaxtabreyting þessi er tilkomin vegna þess mikla munar sem myndast hefur á óverðtryggðum og verðtryggðum vöxtum í kjölfar lækkandi verðbólgu og áframhaldandi hárra óverðtryggðra vaxta.”

Nú er ég bara venjulegur maður með litla þekkingu á hagfræði – og enn minni þekkingu á almannatengslum.

En hefði ekki verið nær fyrir bankann að hugsa sem svo:

Í gær skiluðum við enn einu metuppgjörinu. Við græðum á tá og fingri. Við erum eiginlega heimsmeistarar í bankarekstri.

Af hverju ættum við þá að hækka verðið á vörunni sem við seljum?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt