fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Sögulegar sættir – vandræði stjórnarandstöðu

Egill Helgason
Mánudaginn 23. júlí 2007 22:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

39arikisstjornghhii.jpg

Mogginn segir að stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar geti ekki talist vera „sögulegar sættir“. Samt er það nú svo að þetta hafa verið aðal andstæðingarnir í íslenskum stjórnmálum síðustu árin – einhver heiftarlegustu rifrildin í pólitíkinni hafa verið milli þessara flokka. Þetta eru líka langstærstu stjórnmálaflokkarnir.

Þess vegna veltir maður því fyrir sér hvernig pólitíkin verður þegar flokkarnir eru sestir saman í stjórn – þegar Ingibjörg Sólrún og Björn Bjarnason sitja hlið við hlið í ríkisstjórninni?

Kannski er ekki hægt að tala um sögulegar sættir – Mogginn segir að það sé termínólógía síðan úr kalda stríðinu og eigi við um íhald og sósíalista – en þá má grípa til annarar líkingar og segja að þetta sé eins og þegar tvö langstæstu fyrirtækin á markaði sameinast. Við það gerbreytist öll pólitíkin í landinu.

Hvað er þá eftir? Maður er ekki enn farinn að átta sig á afleiðingunum.

— — —

Framsóknarflokkurinn er í tætlum. Maður spyr hvort hans bíði annað en að klofna? Hvaða samleið á Björn Ingi Hrafnsson með Bjarna Harðarsyni og Guðna Águstssyni? Það er varla að vænta einbeittrar stjórnarandstöðu úr þessari átt næstu misserin.

Hins vegar er það VG sem virðist ekki vita sitt rjúkandi ráð þrátt fyrir kosningasigurinn í vor. Steingrímur fagnar því að geta loks farið að gagnrýna Samfylkinguna. En hvaða pólitík ætlar flokkurinn að reka? Verður það sama upphlaupssama stjórnarandstaðan og áður? Er það nógu gott fyrir forystuflokkinn í stjórnarandstöðu?

VG sendu fulltrúa á stofnfund Die Linke í Þýskalandi. Hefði ekki verið nær að mynda tengsl við Die Grünen – hinn algjöra brautryðjendaflokk á sviði grænna stjórnmála í heiminum, flokkinn sem breytti þýskum stjórnmálum með þeim hætti að Þýskaland er umhverfisvænsta land í Evrópu?

— — —

Ég sé að Ögmundur er að skensa Ingibjörgu Sólrúnu fyrir að tala ekki við Hamas í Jórsalaför sinni. Ég veit ekki hversu líklegt það er til vinsælda er að taka upp hanskann fyrir þessi öfga– og hryðjuverkasamtök sem vilja eyða Ísraelsríki og breyta Palestínu í íslamskt ofsatrúarríki – með tilheyrandi kúgun, sérstaklega kvenna. Þetta er vandræðagangur.

Það má minna á Hitler var líka réttkjörinn í Þýskalandi á sínum tíma.

— — —

Það verður ábyggilega togstreita innan ríkisstjórnarinnar um ýmis mál. Það veltur aðallega á þeim Geir Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu hvernig gengur að leysa þau. Samfylkingin fékk lakari díl þegar stjórnin var mynduð en Framsókn á tíma Davíðs Oddssonar. Hún verður líka að passa sig á ásókninni í kjötkatlana. Í því efni leyfist henni minna en Sjálfstæðisflokknum og Framsókn.

En stjórnarandstaðan virðist ekki líkleg til að gera ríkisstjórninni lífið leitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Rísum upp úr lágkúrunni

Björn Jón skrifar: Rísum upp úr lágkúrunni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Þegar kærastar urðu asnalegir

Nína Richter skrifar: Þegar kærastar urðu asnalegir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna