fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Eyjan

Má Knútur ekki vera lítill áfram?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 12. júlí 2007 15:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

knut.jpg

„Mér finnst leiðinlegt að Knútur þurfi að verða stór,“ sagði Kári.

Við fórum í dýragarðinn í Berlín. Þar liggur straumurinn til Knúts ísbjarnarhúns. Vorum svo heppin að þegar við komum þar að var Knútur í faðmlögum við „föður sinn“, dýragarðsstarfsmanninn Thomas Dörflein, hávaxinn mann, skeggjaðan, dálítið hippalegan. Þeir virtust býsna nánir.

Svo fór faðirinn og mér heyrðist Knútur fara að væla. Gaf frá sér frekar ámátleg hljóð. En var jafn sætur og endranær. Blöðin hérna sem fjalla um hann daglega segja að nú sé búið að taka af honum barnaleikföngin, hann fái ekki annað en trjábol til að brýna klærnar á. Knútur þarf að fara að takast á við lífið eins og alvöru ísbjörn.

En Knútur á heima í dýragarði. Hann verður aldrei villtur ísbjörn á norðurheimskautinu. Má hann ekki bara vera lítill lengur?

Uns hann verður stór og sterkur – og kannski dálítið hættulegur líka.

Annars sáum við líka stórkostlega flóðhesta sem geispuðu eins og flóðhesta er siður, sætar mörgæsir, tígrisdýr sem horfði í augun á mér þannig að ég gat ekki annað en litið undan – maður fer ekki svo glatt í störukeppni við tígrisdýr – spangólandi úlfa, bleika flamenkófugla, lítinn vísundakálf, hlébarða, skógarbjörn og pandabjörn.

Sá síðastnefndi var einu sinni aðal í garðinum en nú er hann það ekki lengur. Skyldi hann hafa tekið eftir því?

En Kári var hæstánægður og fékk Knúts-bangsa og Knúts-bol. Þetta var góður dagur.

Það var svo eins konar forsmekkur að dýragarðsferðinni að um nóttina hafði mig dreymt að ég væri að ríða á úlfalda frá Búðardal til Reykjavíkur með bræðurna Ármann og Sverri á hælunum. Ég man ekki hvað þeir ætluðu að gera mér.

*Myndin hér að ofan er af Knúti og er tekin í gær. Ég get þess að hún er tekin með farsíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“