fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Eyjalíf

Egill Helgason
Mánudaginn 9. júlí 2007 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

fol.jpg

Fólkið er vingjarnlegt. Það hefur húmor. Maður getur látið strák eins og Kára hlaupa um án þess að hafa áhyggjur af honum. Maturinn er ágætur – samt pínu leiðigjarn. Sólarlagið er ótrúlega fagurt – litirnir einstakir. Sjórinn er blár og hreinn. Það er einstaklega góð lykt af kryddjurtum í loftinu. Nú er stjörnubjart – maður horfir upp í himininn og sér stjörnuþokur.

Það eru eiginlega engar búðir. Fátt sem hægt er að kaupa. Þar af leiðandi varla neitt suð í litlum dreng sem vill fá dót eða sælgæti. Það er erfitt að komast á netið – maður getur ekki hangið á því allan daginn. Maður kveikir ekki á sjónvarpinu.

Þessu fylgir dæmalaus friður. Best var eiginlega þegar rafmagnið fór um daginn.

Kári fékk í magann um daginn. Við fórum til læknis. Þurftum ekki að borga neitt – það var ókeypis. Daginn eftir voru gömlu konurnar í þorpinu sífellt að spyrja hvernig Kári væri í maganum. Þetta hafði greinilega spurst út.

Það var ekkert alvarlegt. Læknirinn sagði Kára að breyta um lífstíl.

Við erum annars komin til eyjarinnar Amorgos sem er litlu síðri en Folegandros, mannlífið kannski ekki alveg jafn skemmtileg en náttúran einstök. Eyjaskeggjar halda því fram að þetta sé fegursta eyja í Miðjarðarhafinu – ég held barasta að sé nokkuð til í því.

Bærinn sem stendur efst uppi á eyjunni er einkennilegur, minnir á gömlu íslensku félagsheimilin sem sagt var að væru miklu stærri að innan en utan. Hann virðist ekki neitt neitt þegar maður horfir á hann utan í frá, en þegar maður kemur inn í bæinn er hann furðu stór og sjarmerandi.

Reykjavík er öðruvísi. Virkar stór utanífrá, en er smá þegar nánar er að gáð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 50 mínútum
Eyjalíf

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eze fer til Tottenham
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu