fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Canon…

Egill Helgason
Þriðjudaginn 3. júlí 2007 16:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

200px-shakespeare.jpg

Í bókmenntum er notað hugtakið canon. Kannski má einfaldlega þýða þetta sem bókaskrá – skrá yfir bækur sem allt almennilega menntað fólk þarf að þekkja, bækur sem mega teljast heimsbókmenntir, klassískar bækur.

Svo má líka segja að canon séu bækur sem þykir sjálfsagt að kenna í skólum.

Á Íslandi eru Njála, Egilssaga, Heimskringla, Edda, Sturlunga og Halldór Laxness örugglega canon. Líka ljóð Jónasar Hallgrímssonar. Svo er spurning með annað – sögur Gunnars Gunnarssonar, sum verk Guðbergs Bergssonar, ljóð Steins Steinarr?

Canon getur verið þrúgandi. Uppreisnir í bókmenntum eru yfirleitt gegn canon. Við erum reyndar hætt að sjá uppreisnir í bókmenntum. Tími þeirra er líklega liðinn – því miður. Í staðinn búa bókmenntirnar við velviljað afskiptaleysi.

En það má lengi rífast um hvað sé canon og hvernig eigi að nota þær bækur.

Á Englandi er Shakespeare canon. Þetta er dálítið þrúgandi. Þeir sem ljúka menntaskóla á Englandi verða að lesa öll verk hans. Kennarar kvarta undan því að það sé mikið álag að kenna þetta farg.

Og nú eru uppi hugmyndir um að breyta þessu. Að minnka aðeins skammtinn af Shakespeare, en kenna meðfram verk eftir höfunda sem eru ekki alveg jafnmiklir risar.

Um þetta verður væntanlega örugglega mikið rifist. Rithöfundar og leikhúsmenn hafa stigið fram og lýst yfir hneykslun sinni á þessum fyrirætlunum. Leikstjórinn, Sir Peter Hall, kallar þetta fíflagang.

En samt er spurning hvort ekki sé hægt að láta börnin gera eitthvað betra við tímann en að þrælast gegnum þrjátíu og sjö verk eftir skáldið – plús hundrað fimmtíu og fjórar sonnettur?

Annars er ég ekki alveg marktækur. Mér hefur nefnilega fundist sumt í Shakespeare vera hræðilega leiðinlegur orðavaðall – samið á því sem núorðið kallast autopilot…

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að